Námskeið og viðburðir
Fræðasvið og einstakar deildir geta óskað eftir því að fá sérfræðinga úr Setbergi á fundi eða til þess að halda stök námskeið fyrir kennara.
Fræðsluviðburðir eru ríkur þáttur í starfsemi kennslusviðs og er þátttaka kennara mikilvægur liður í kennsluþróun, ásamt því að kennarar móta eigin hugmyndir um kennslu, víkka sjóndeildarhringinn, fá hugmyndir að verkefnum og ígrunda hlutverk námsmats.
Námskeið og aðstoð í boði fyrir fræðasvið og deildir
Kennslumiðstöð:
- Hönnun námskeiða og kennslufræði
- Kennsluráðgjöf
- Handleiðsla
- Námskeið fyrir nýja kennara
- Námskeið og vinnustofur um kennslufræði
- Umsjón með kennslufræði háskóla
- Þróunarverkefni á innlendum og erlendum vettvangi
- Turnitin – námskeið og ráðgjöf
- Canvas
- Síður og grunnþjálfun fyrir nýja notendur
- Verkefni, námsmat og einkunnabók
- Matskvarðar í verkefnum
- Jafningjamat
- Nemendahópar
- Tölfræði námskeiðs
- Kennslumyndbönd í Canvas Studio
- Umræður á neti
- Feedback Fruits
Prófaskrifstofa:
- Inspera
Viðburðadagatal Kennslumiðstöðvar 2024-2025
Drög að fræðsluáætlun Kennslumiðstöðvar HÍ - Vormisseri 2025
Febrúar
4. febrúar - FeedbackFruits: Almenn kynning
10. febrúar - Canvas Studio vinnustofa
10. febrúar - Kennslukaffi: Juan – Theatre of the Oppressed
11. febrúar - Inngildandi kennsluaðferðir (Erindi á Jafnréttisdögum HÍ)
20. febrúar - FeedbackFruits vinnustofa – Jafningjamat og Mat á hópmeðlimum
20.febrúar - Hádegisviðburður-Kennsluaðferð-ísbrjótar af öllu tagi
Febrúar (ód.) - Örnám við HÍ
Mars
3. mars - FeedbackFruits vinnustofa – Gagnvirk verkfæri og skilningsverkefni
4. mars - Hádegisviðburður-Kennsluaðferð-brjóta fyrirlestra og virkja nemendur
5. mars - Kennslukaffi: Að skapa námssamfélag í fjarnámi
6. mars - Podcast in the Classroom (in English)
11. mars - Kennsla í gervigreindarlæsi: Að undirbúa nemendur fyrir gervigreindarvæddan heim
12. mars - FeedbackFruits vinnustofa - Teymisnám (TBL) og Hópamyndun
20. mars - Kennsluaðferð-samvinnuaðferðir
17.-21. mars - Kennsludagar
25. mars - FeedbackFruits vinnustofa - Sjálfsmat á verkefni og hæfni
27. mars - Vinnustofa: Mixed Classroom - Um kennslu í fjölbreyttum nemendahópum
Apríl
1. apríl - ABC-vinnustofa og notkun gervigreindar
7. apríl - FeedbackFruits vinnustofa - Endurgjöf og umræða
Apríl (ód.) - Kennslukaffi
Maí
Maí (ód.) – Kennslukaffi
Kennslumiðstöð býður uppá þrjá fræðslupakka á vormisseri sem stendur til boða koma með inn til fræðasviða, deilda eða námsbrauta. Áhugasamir hópar geta sent beiðni á kennslumidstod@hi.is og óskað eftir einum eða fleiri fræðslupökkum. Sérfræðingar Kennslumiðstöðvar mæta síðan með fræðslu á þeim tíma sem hentar.
Fræðslupakkarnir eru eftirfarandi:
1. Að virkja nemendur - verkfæri og aðferðir: Hvaða kennsluaðferðir og verkfæri getur kennari notað til þess að virkja nemendur á skilvirkan hátt og aukið áherslu á nemendamiðað nám? Hvernig ýta kennarar undir gagnrýna hugsun nemenda og ábyrgð þeirra á námi sínu? Kynntar verða kennsluaðferðir sem ýta undir samstarf nemenda.
2. Kennsluáætlanir - uppsetning og innihald: Farið verður yfir markmið, tilgang og innihald kennsluáætlana, ásamt því hvernig best er að setja upp kennsluáætlun í Canvas. Fjallað verður um mikilvægi þess að kennsluáætlun sé faglega uppsett, á skýran og gagnlegan hátt bæði fyrir nemendur og kennara. Kynnt verður hvernig gervigreind getur nýst til þess að setja upp og endurskoða kennsluáætlun.
3. ABC-vinnustofur með aðkomu gervigreindar: Kennslumiðstöð Háskóla Íslands hefur lengi boðið upp á vinnustofur í grunnhönnun námskeiða hvort sem um er að ræða ný námskeið eða endurhönnun námskeiða. Nú viljum við, með tilkomu nýrrar tækni, bjóða upp á nýja útgáfu af þessum vinsælu vinnustofum þar sem gervigreindin verður nýtt til að endurhanna námskeið eða setja upp ný námskeið. Þá munum við nýta hugmyndafræði ABC en blanda vinnunni saman við gervigreind til að nýta tæknina okkur til aðstoðar. ABC aðferðin er sérlega gagnleg þegar verið er færa staðbundna kennslu í fjarnámsform eða þegar verið er að innleiða rafræna kennsluhætti. Aðferðina má jafnframt nýta almennt í námskeiðshönnun, kennsluþróun og endurskoðun námskeiða.
ód. = óákveðin dagsetning*
Athugið að dagsetningar geta breyst og nýir viðburðir munu bætast við.
Skráning og nánari upplýsingar um viðburðina verður að finna á Uglunni þegar nær dregur.