Kvikmyndaupptökur og streymi

Í Setbergi starfar fagfólk í kvikmyndagerð, rekur þar vel búið myndver, framleiðir myndefni fyrir HÍ og sinnir streymisþjónustu frá stærri viðburðum á vegum HÍ. 

Meðal efnis sem hópurinn framleiðir eru myndbönd sem kynna kjarnastarfsemi HÍ fyrir fræðasvið, deildir og námsleiðir auk rannsóknastofnana skólans.  

Teymið sér einnig um að streyma viðburðum á vegum HÍ, svo sem doktorsvörnum og ráðstefnum.

Að auki rekur teymið fullbúið myndver þar sem til dæmis er hægt er að taka upp erindi fyrir ráðstefnur, edX námskeið og kynningar. 

Hægt er að óska eftir þátttöku fagfólks í upptöku- og streymisverkefni með því að fylla út umsókn neðar á þessari síðu.

Image
Ráðherra streymir úr myndveri HÍ

Þjónusta í boði

Alla starfsemi á vegum HÍ og í sumum tilfellum starfsemi tengdra aðila. 

Aðilar utan HÍ geta sótt um þjónustu fagfólks í upptöku- og streymismálum, en verkefni innan Háskóla Íslands eru ávallt í forgangi.  Takist samningar um að fagfólkið sinni streymi/upptökum fyrir aðila utan skólans, sem leigja húsnæði hans, kemur án undantekninga greiðsla fyrir slíkt. Deild stafrænnar kennslu og miðlunar áskilur sér rétt til að hafna verkefni vegna anna.

Eftirfarandi verkefni eru í forgangi:

 • Kynningarefni á kjarnastarfsemi skólans (kennsla og rannsóknir)
 • Streymisþjónusta
 • Almennt kynningarefni fyrir Háskóla Íslands
 • Kynningarefni fyrir námsleiðir í samkeppni
 • Vísindamiðlunarefni sem gefur skýra mynd af rannsókna- og nýsköpunarstarfi skólans og áhrifum rannsókna á samfélag.
 • Mannlíf og félagslíf auk miðlægra viðburða.

Að auki er unnið að verkefnum sem tengjast samstarfi HÍ við utanaðkomandi aðila.

Formleg beiðni þarf að berast deild stafrænnar kennslu og miðlunar að minnsta kosti 10 virkum dögum áður en verk á að hefjast. Eftir að umsókn hefur borist okkur er hún tekin til umfjöllunar: 

Verkefnavalshópur upptökumála fundar vikulega og umsækjendur fá alla jafna svar innan 10 virkra daga frá því að umsókn berst.

 

 

Skilmálar:

 • Formleg beiðni um kvikmynda- og streymisverkefni þarf að berast a.m.k. 10 virkum dögum áður en verk á að hefjast. Ekki er hægt að gera ráð fyrir að fagfólk geti unnið verkefni ef beiðni berst með styttri fyrirvara en að framan var greint.
 • Fagfólk í upptökumálum starfar að öllu jöfnu á hefðbundnum dagvinnutíma milli kl. 9 og 17. Ekki er hægt að gera ráð fyrir því að starfsmenn deildarinnar geti mætt til verkefna utan dagvinnutíma nema um það sé samið sérstaklega.
 • Skil á endanlegu kvikmynda- og streymisefni er samningsatriði milli deildar stafrænnar kennslu og miðlunar og verkbeiðanda. Afhending á framleiddu efni getur verið háð forgangi sem verkefnavalshópur upptökumála skilgreinir mánaðarlega.
 • Deild stafrænnar kennslu og miðlunar áskilur sér rétt til að óska eftir greiðslu vegna ýmissa útgjalda sem geta komið upp á framkvæmdastigi.
 • Deild stafrænnar kennslu og miðlunar áskilur sér rétt til að hafna verkefni vegna anna.
 • Deild stafrænnar kennslu og miðlunar áskilur sér rétt til að hafna verkefni ef ofangreindir skilmálar eru ekki virtir.

Óska eftir þjónustu

 

Ef verkefnið snýr að markaðssetningu eða kynningarefni er mikilvægt að hafa samband við Markaðs- og samskiptasvið HÍ áður en sótt er um þjónustu. Hægt er að senda póst á marksam@hi.is

Þeir sem óska eftir aðkomu fagfólks í kvikmynda- og streymismálum þurfa að fylla út umsókn sem má nálgast hér. 

Athugið að þjónusta er ekki í boði milli jóla og nýárs.

Athugið að lesa vel skilmála og lýsa verkefninu vandlega, það auðveldar afgreiðslu málsins. 

 

 

 1. Allar einingar innan Háskóli Íslands hafa rétt til að nota myndbönd sem eru tekin upp í þágu skólans í allt kynningarefni sem unnið er eða gefið er út á hans vegum. Fylgja þarf sniðmáti og stöðlum sem skilgreindir eru í hönnunarstaðli skólans, sjá hér: https://honnun.hi.is/ 
 2. Öll önnur notkun er óheimil nema til komi leyfi eiganda höfundarréttar sem í flestum tilvikum er Háskóli Íslands eða kvikmyndagerðarmaðurinn sjálfur. Kvikmyndagerðarmenn sem mynda á vegum skólans eru skilgreindir sem höfundar en það er hver sá sem skapar verk er nýtur verndar samkvæmt höfundalögum nr. 73/1972.
 3. Til þess að verk teljist verndað með höfundarrétti þarf að felast í því ákveðið sjálfstæði, viss frumleiki eða einhver sérkenni sem koma frá höfundi. Verkið verður að vera frumverk og ekki byggt á verkum annarra. Háskóli Íslands lítur svo á að myndbönd/myndefni sem tekin eru fyrir skólann uppfylli þetta skilyrði.
 4. Ekki kemur til sérstök þóknun frá Háskólanum við ítrekaða notkun myndabandanna við þá notkun sem skilgreind var hér að framan. Við aðra notkun en hér hefur verið skilgreind þarf að semja um birtingu við Háskóla Íslands eða kvikmyndagerðarmann.