Að virkja nemendur á kennsluvef - FeedbackFruits

FeedbackFruits býður kennurum á spennandi og öflug verkfæri til þess að virkja nemendur og styðja við námssamfélag þar sem nemendur takast saman á við námsefni og verkefni, hvort sem er í námi sem er alfarið á netinu, kennt á staðnum eða blönduðu námi. 

Með FeedbackFruits er hægt að setja upp vandað jafningjamat, gera nemendum kleift að meta vinnuframlag samnemenda í hópastarfi, setja upp gagnvirk skjöl þar sem nemendur lesa saman, setja spurningar inn í glærukynningar og setja upp Team Based Learning þar sem nemendur sjá strax ávinning af því að læra saman.

Hvernig nota ég FeedbackFruits í Canvas? 

FeedbackFruits er nú þegar tengt við Canvas og því geta kennarar byrjað að nota það. Það er þó mikilvægt að kynna sér vel hvernig kerfið virkar og hvaða valmöguleikar eru í boði. Ef þú vilt byrja strax að prófa FeedbackFruits geturðu kynnt þér allra fyrstu skrefin hér: 

Leiðbeiningar um fyrstu skrefin

Þau sem eru með hugmynd að jafningjamatsverkefni geta fyllt út eyðublað og óskað eftir fundi með kennsluráðgjafa sem aðstoðar við uppsetningu. 

Óska eftir aðstoð við uppsetningu á jafningjamatsverkefni í FeedbackFruits

 

Kynningar og námskeið

Á vormisseri 2023 voru kynningarfundir og vinnustofur fyrir þá sem vildu kynnast kerfinu og skoða þá möguleika sem það býður upp á. Þriðjudaginn 22. mars 2023 fór fram kynningarfundur á netinu sem var tekinn upp. 

Upptaka af kynningarfundi

Upptaka af vinnustofu á MVS um jafningjamat

Þeir kennarar sem vilja frekar upplýsingar geta sent póst á help@hi.is og óskað eftir fundi með ráðgjafa af kennslusviði. 

Verkfærin í FeedbackFruits

Valmöguleikar við uppsetningu á jafningjamati í FeedbackFruits eru mun fleiri en í Canvas og auðveldara að fylgjast með því hvernig nemendur taka þátt í matinu. Kerfið heldur utan um einkunnagjöf þar sem nemendur geta fengið einkunn fyrir að: 

  • skila verkefni
  • meta verkefni annarra nemenda
  • skrifa umsögn um verkefni
  • skila inn hugleiðingu um verkefnið
  • meta eigið verkefni

Að auki getur sú einkunn sem aðrir nemendur gefa verkefnum verið hluti af einkunn fyrir verkefnið. Nemendur hafa þrjár leiðir til þess að meta verkefni samnemenda sinna:

  • Matskvarði (e. rubric)
  • Kvarði (e. scale)
  • Umsagnir

Allar þessar leiðir er hægt að brjóta niður í matsþætti og kerfið sér þá um að reikna heildareinkunn fyrir verkefnið. Einkunnin flæðir svo yfir í einkunnabók Canvas og getur auðveldlega verið hluti af lokaeinkunn námskeiðs.

Mun auðveldara er fyrir kennara að setja upp jafningjamat í hópverkefnum en í Canvas og kerfið sér þá um að deila verkefnum á milli hópa, sem ekki er hægt í Canvas. 

Kennarar sem áhuga hafa á að nýta sér jafningjamat í FeedbackFruits geta byrjað á því að fylla út gátlista um verkefnið sem á að setja upp og eftir að hann hefur verið sendur höfum við samband við þá kennara og finnum tíma til að sýna hvernig kerfið virkar og hvernig verkefninu er stillt upp í samræmi við hugmyndir kennara. 

Kennarar geta einnig skoðað leiðbeiningar um FeedbackFruits hér og sett verkefnin upp sjálfir og ef eitthvað kemur upp er hægt að senda póst beint á help@hi.is og óska eftir aðstoð eða nota spjallið sem er innbyggt í FeedbackFruits (á ensku). 

Í hópverkefnum getur verið mikilvægt að fá yfirlit frá nemendum um það hvernig hópavinnan gekk. Í FeedbackFruits er hægt að fylgja eftir hópverkefni með því að láta nemendur meta vinnuframlag samnemenda sinna og fá þannig mikilvægar upplýsingar um vinnuna í hópum og hvort allir nemendur hafi lagt sitt af mörkum, eða hvort einhverjir hafi eingöngu notið góðs af vinnu annarra (e. free-riders)

Nánari upplýsingar um verkfærið (á ensku)

Kennarar sem hafa áhuga á að nýta sér þetta verkfæri geta sent okkur póst á help@hi.is og við finnum tíma til að skoða verkfærið. 

Þegar kennari leggur fyrir lesefni, t.d. sem PDF skjal, er hægt að tengja það við FeedbackFruits og setja spurningar og umræðuþræði beint í skjalið. 

Með þeim hætti þurfa nemendur að bregðast við spurningum og sjá strax hvort skilningur þeirra á efninu sé réttur og það fær þá til að ígrunda það betur. Slíkur lestur getur verið góður undirbúningur fyrir umræðutíma eða aðra verkefnavinnu með textann. 

Önnur aðferð við að virkja nemendur við lestur á neti er að setja umræðuþræði beint inn í skjal. Þar getur kennari t.d. varpað fram spurningu um álitaefni í lesefninu og nemendur bregðast við þeirri spurningu. Þannig getur orðið til námssamfélag þar sem nemendur lesa skjalið saman, velta því fyrir sér og bregðast við. 

Þannig verður lesturinn gagnvirkur og nemendur eru virkir í lestrinum. Kennari fær líka yfirsýn yfir það hversu virkir nemendur eru í lestrinum. 

Nánari upplýsingar um gagnvirk skjöl (á ensku)

Þegar kennarar halda fyrirlestur, hvort sem er í kennslustofu eða á fjarfundi, er hægt að setja glærukynninguna upp þannig að nemendur hafa hana opna í tölvunni um leið og fyrirlesturinn fer fram. Kennari getur þá sett inn spurningar á milli glæra sem nemendur svara og birt svo niðurstöður í fyrirlestrinum. 

Þannig er t.d. hægt að spyrja um skilning á ákveðnum lykilhugtökum, fá innlegg frá nemendum beint í fyrirlesturinn. Einn helsti kosturinn við að bæta svona löguðu inn í glærukynningu er að nemendur verða virkari og kennari fær strax að sjá hvort nemendur hafi skilið eða hvort það sé ástæða til að staldra betur við ákveðin atriði. 

Með því að hafa þetta á netinu hafa allir nemendur líka tækifæri til að taka þátt í kennslustundinni, sem getur verið erfitt í stórum námskeiðum eða ef nemendur eru feimnir við að láta í sér heyra. 

Nánari upplýsingar um gagnvirkar glærukynningar (á ensku)

Team Based Learning er kennsluaðferð sem styrkir samvinnuhæfni nemenda og hæfni þeirra við lausnarleit (e. problem based learning). Aðferðin er gjarnan notuð sem hluti 

Aðferðin byggir á því að í upphafi svara nemendur spurningum á einstaklingsgrunni upp úr efni sem þeir hafa kynnt sér áður en verkefnið hefst, hvort sem það er lesefni eða fyrirlestur kennara. 

Því næst svara nemendur sömu spurningum saman sem hópur og að lokum sjá nemendur muninn á svörunum úr einstaklingsprófinu og þegar þeir svöruðu saman sem hópur. 

Nánari upplýsingar um Team Based Learning (á ensku)

 

FeedbackFruits býður upp á nokkur verkfæri til viðbótar, en þau hafa mjög svipaða virkni og þau skjöl sem nú þegar eru til staðar í Canvas. 

Kennarar ættu að kynna sér mjög vel muninn á FeedbackFruits verkfærunum og þeim sem þegar eru til staðar í Canvas áður en ákveðið er að nota þau:

Kennarar geta aflað sér upplýsinga um þessi verkfæri á vef FeedbackFruits.