Hjá okkur í Kennslumiðstöð er jólakennslukaffi alltaf tilhlökkun. Við kertaljós og piparkökur fáum við handhafa viðurkenningar vegna lofsverðs framlags til kennslu til að koma til okkar og spjalla um kennslusýn sína og kennsluhætti. Og þar er sko hægt að læra eitt og annað!
Í ár hlaut Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, prófessor í Stjórnmálafræðideild viðurkenninguna. Það má sannarlega segja að þar sé á ferðinni frumkvöðull í kennslu sem brennur af áhuga fyrir því að gera vel. Hún hefur sérstaklega beitt sér fyrir því að færa námsleið í opinberri stjórnsýslu í einstaklega vel skipulagt fjar- og netnám en jafnframt, með fjölbreyttum leiðum, tekist að skapa styðjandi námssamfélag sem er hreint ekki einfalt verkefni í fjarkennslu. Í jólakennslukaffinu mun Sigurbjörg deild með okkur reynslu sinni og sýn í kennslu.