INSPERA FJARNÁMSKEIÐ - Grunnatriði í Inspera

Image
Inspera Assessment merkið
HVENÆR
17. september 2024
13:30 til 14:30
HVAR
Á netinu
Teams
NÁNAR

Vinnustofan fer fram á íslensku. 

Prófaskrifstofa býður upp á fjarnámskeið um rafræna prófakerfið Inspera fyrir kennara Háskóla Íslands 17. september kl. 13:30 - 14:30.

Námskeiðið verður haldið gegnum fjarfundakerfi H.Í. - Teams.

Skráning hér.

Markhópur:

  • Allir sem hafa ekki unnið í eða unnið lítið í Inspera prófakerfinu og vilja læra eða rifja upp undirstöðu atriðin í Inspera.

Lögð er áhersla á skilning og verkþjálfun, svo að þátttakendur verði sjálfbjarga við uppsetningu einföldustu spurninga inn í Inspera.

Hæfniskröfur fyrir grunnnámskeið Inspera:

  • Þátttakendur þurfa að vera með virkt H.Í. netfang en það er lykill okkar að öllum kerfum H.Í. og þ.m.t. Inspera.
  • Æskilegt er að þátttakendur kunni að skrá sig inn í Inspera og séu búnir að því áður en námskeiðið hefst.
  • Æskilegt er að þátttakendur hafi a.m.k. 1 - 2 spurningar sem áhugi er fyrir að setja inn í kerfið.
    • Við lærum best á því að prófa sjálf.

Námskeiðslýsing

  • Opið próf vs. Lokað próf
  • Spurningaruppbygging Inspera
  • Kennarar læra að gera 3 algengar spurningategundir.
  • Skipulag spurninga
  • Svarlykill
  • Stig og vægi

Við mælum eindregið með að kennarar kynni Cher ítarlega leiðbeiningasíðu prófaskrifstofu um Inspera:  UGLA - Leiðbeiningar fyrir Inspera próf (hi.is)

Kennari

Guðmundur Hafsteinn Viðarsson, ghv@hi.is.