Hnattrænt nám

Hnattrænt nám er gagnrýnin greining, þar sem fengist er við flókin, gagnvirkandi hnattræn kerfi og arfleið (sem getur verið náttúruleg, líkamleg, félagsleg, menningarleg, efnahagsleg eða pólitísk) og afleiðingar samspils margra þátta á líf fólks og sjálfbærni jarðarinnar. Með hnattrænu námi ættu nemendur að 1) verða upplýstar, víðsýnar og ábyrgar manneskjur sem meðvitaðar eru um fjölbreytileika á öllum sviðum 2) leitast við að skilja hvaða áhrif gjörðir þeirra hafa bæði á nærsamfélag og alþjóðasamfélagið og 3) vinna saman í anda jöfnuðar að því að takast á við brýn og viðvarandi vandamál heimsins.

Hnattrænt nám - undirhæfni

  • Hnattræn sjálfsvitund
  • Að taka afstöðu
  • Menningarleg fjölbreytni
  • Persónuleg og félagsleg ábyrgð
  • Skilningur á hnattrænum viðfangsefnum
  • Beiting þekkingar í hnattrænu samhengi samtímans

 

Hnattrænt nám - Hnattræn sjálfsvitund

Lágmark - Nemandi áttar sig að einhverju leyti á tengslum milli persónulegra ákvarðana einstaklinga og tiltekinna staðbundinna og hnattrænna vandamála.

Annar áfangi - Nemandi greinir hvernig gjörðir mannfólks hafa áhrif á hinn náttúrulega og mannlega heim/samfélag.

Þriðji áfangi - Nemandi leggur mat á áhrif tiltekinna staðbundinna aðgerða bæði sinna eigin og annarra á náttúru og samfélag.

Framúrskarandi - Nemandi nær árangri í að takast á við vandamál í náttúrulegum og mannlegum heimi/samfélagi með með því
að tengja sjálfsmynd sína hnattrænu samhengi.

 

Hnattrænt nám - Að taka afstöðu

Lágmark - Nemandi ber kennsl á margþætt sjónarmið en heldur til streitu gildismati sem hans eigin afstaða byggist á (s.s. menningarbundin, fræðileg, siðferðileg)

Annar áfangi - Ber kennsl á og útskýrir margþætt sjónarmið (s.s. menningarbundin, fræðileg, siðferðileg) við rannsókn
viðfangsefna sem falla undir náttúruleg og manngerð kerfi.

Þriðji áfangi - Nemandi samþættir ólík sjónarmið (s.s. menningarbundin, fræðileg, siðferðileg) þegar hann rannsakar viðfangsefni sem falla undir náttúruleg og manngerð kerfi.

Framúrskarandi - Nemandi beitir fjölbreyttum sjónarhornum við mat sitt á flóknum viðfangsefnum innan náttúrulegra og manngerðra kerfa, þar sem takast þarf á við margþættar skoðanir sem jafnvel eru átök um (s.s. menningarbundin, fræðileg,
siðferðileg).

 

Hnattrænt nám - Menningarleg fjölbreytni

Lágmark - Nemandi lýsir upplifunum annara í sögulegu samhengi eða samtíma aðallega út frá einu - sjónarmiði einnar menningar, er að einhverju leyti opin fyrir að viðurkenna fjölbreytta menningarheima og heimsmyndir.

Annar áfangi - Nemandi skýrir og tengir tvo eða fleiri menningarheima, sögulega eða samtímalega og áttar sig að einhverju
leyti á valdakerfum og skilur og virðir gildi samskipta við fjölbreytta menningarheima.

Þriðji áfangi - Nemandi útskýrir grundvallar tengsl milli heimsmynda og valdakerfa, vekur athygli á reynslu úr mörgum menningarheima sögulega eða samtímalega og kemur á samskiptum við aðra menningarheima sem byggjast á virðingu.

Framúrskarandi - Nemandi sýnir djúpan skilning á margbrotinni heimsmynd, valdakerfum og fenginni reynslu sem hann
beitir við að koma af stað merkingarbærum samskiptum við aðra menningarheima í þeim tilgangi að takast á við aðkallandi alþjóðleg vandamál.

 

Hnattrænt nám - Persónuleg og félagsleg ábyrgð

Lágmark - Nemandi ber kennsl á einfaldar siðferðilegar víddir sem tilteknar ákvarðanir bæjar- og sveitafélaga og ríkja hafa og alþjóðlegar afleiðingar þeirra.

Annar áfangi - Nemandi útskýrir siðferðilegar, félagslegar og umhverfislegar afleiðingar ákvarðana sem teknar eru af
bæjar- og sveitarfélögum, sem og ríkjum, á hnattræn kerfi.

Þriðji áfangi - Nemandi greinir siðferðilegar, félagslegar og umhverfislegar afleiðingar hnattrænna kerfa og ber kennsl á fjölda mögulegra aðgerða í ljósi eigin persónulegu gilda og samfélagslegri ábyrgð.

Framúrskarandi - Nemandi tekst á við siðferðilegar, félagslegar og umhverfislegar áskoranir í hnattrænum kerfum með
upplýstum og ábyrgum aðgerðum og leggur mat á afleiðingar af inngripi einstaklinga og hópa, bæði á nærumhverfi og í víðara samhengi.

 

Hnattrænt nám - Skilningur á hnattrænum viðfangsefnum

Lágmark - Nemandi ber kennsl á grunnhlutverk nokkurra hnattrænna og staðbundinna stofnana, hugmyndir og verkferla í hinum manngerða og náttúrulega heimi.

Annar áfangi - Nemandi skoðar söguleg og samtímaleg hlutverk, gagnkvæm tengsl og ólík áhrif manngerðra stofnanna og aðgerða á hnattræn kerfi í hinum manngerða og náttúrulega heimi.

Þriðji áfangi - Nemandi greinir helstu þætti hnattrænna kerfa, þ.m.t. gagnkvæm tengsl þeirra sögulega og samtímalega og ólík áhrif manngerðra stofnanna og aðgerða, í þeim tilgangi að leggja til grunnlausnir við flóknum vandamálum í hinum manngerða og náttúrulega heimi.

Framúrskarandi - Nemandi byggir á djúpstæðri þekkingu á sögulegu og samtímalegu hlutverki manngerðra stofnana (e. human
organizations) og áhrifum aðgerða þeirra á hnattræn kerfi þegar hann þróar og leggur til, viðeigandi aðgerðir til að leysa flókin vandamál í hinum manngerða og náttúrulega heimi.

 

Hnattrænt nám - Beiting þekkingar í hnattrænu samhengi samtímans

Lágmark - Nemandi skilgreinir á einfaldan hátt lausnir við hnattrænum áskorunum, en þær hafa takmarkaðan fjölda sjónarhorna og lausna.

Annar áfangi - Nemandi mótar og leggur til hagnýtar lausnir, sem þó eru með byrjandabrag, við hnattrænum áskorunum, sem
styðjast við a.m.k. tvö fræðasvið (s.s. menningarlegar, sagnfræðilegar og vísindalegar).

Þriðji áfangi - Nemandi áætlar og metur flóknari lausnir við hnattrænum áskorunum sem eru viðeigandi í samhengi þeirra og beitir þverfræðileg nálgun (s.s. menningarleg, sagnfræðileg og vísindaleg).

Framúrskarandi - Nemandi beitir þekkingu og hæfni í innleiðingu háþróaða, viðeigandi og framkvæmanlega lausna til að
takast á við flókin hnattræn vandamál með þverfræðilegri nálgun, sjálfstætt eða í samvinnu við aðra.