HVENÆR
12. ágúst 2025
10:00 til 12:00
HVAR
Á netinu
Teams
NÁNAR

Grunnþjálfun í notkun Canvas í kennslu, ætluð fyrir nýja notendur. Kennt verður á Teams.

Á þessu námskeiði verður farið yfir helstu virkni Canvas og hvernig kennarar geta deilt námsefni með nemendum, sett upp verkefni og kennsluáætlun. 

Þau sem ekki komast á þetta námskeið geta kynnt sér efni þessi á netinu og skoðað leiðbeiningar fyrir Canvas. Allar óskir um aðstoð er best að senda á netfangið kennslumidstod@hi.is eða help@hi.is 

Umsjónamaður þjálfuninnar er María Kristín Bjarnadóttir, deildarstjóri Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands. 

Þjálfunin er hugsuð fyrir starfsfólk sem er að byrja að nota námsumsjónakerfið Canvas og þau sem vilja fá upprifjun á grunninum. Önnur grunnþjálfun mun fara fram í upphafi haustmisseris 2025. 

Hlekkur á Teams fundinn

Skráning er nauðsynleg fyrir þennan viðburð.

Vinsamlegast athugið að lágmarksfjöldi þátttakenda er 5 manns. 

Skrá á viðburð

Image
Canvas Logo