Header Paragraph

Fréttir úr Setbergi Haustönn 2024

Image

Kennsluárið 2024-2025 fór vel af stað hjá okkur í Setbergi. Nóg hefur verið um að vera með fjölda viðburða og námskeiða sem hafa verið vel tekið og vel sótt. 

Til að mynda höfum við boðið uppá námskeið í grunnþjálfun í Canvas og grunnnámskeið í Inspera, vinnustofur á notkun FeedbackFruits í kennslu, fjölda málstofa um gervigreind, Kennslukaffi Kennsluakademíunnar, málstofur og vinnustofur á vegum Kennslumiðstöðvar og námskeið í hlaðvarpsupptökum og upptökum í Canvas Studio, bara til að nefna nokkra viðburði. 

Ný sameinuð Kennslumiðstöð hefur lent vel á 2.hæð Setbergs og gengur samvinnan frábærlega. Við erum einstaklega spennt fyrir komandi samvinnu þar sem samlegð kennslufræðinnar og stafrænna kennsluhátta verða í brennidepli. 

Framundan eru fleiri áhugaverðir viðburðir hjá Kennslumiðstöð og hjá teymunum í Setbergi, til að mynda fleiri málstofur og vinnustofur um gervigreind, Ráðstefna Kennsluakademíunnarvinnustofa um áhugahvöt og virkni háskólanema og Kennslukaffi Kennslumiðstöðvar

Við mælum með að fylgjast með inni á Setbergssíðunni eftir nýjustu fréttum úr Setbergi og komandi áhugaverðum viðburðum. Einnig er á Setbergissíðunni að finna aragrúa af áhugaverðu efni til að mynda kennsluvef Aurora samstarfsins, upplýsingar um skipulag og hönnun námskeiða, kennsluaðferðir, vinsælan upptökuklefa í Setbergi, kennslu í Canvas og einkunnabók Canvas og uppsetningu prófa til að nefna nokkra áhugaverða hluta síðunnar. 

Allar tillögur að fræðslu eða námskeiði má endilega senda á kennslumidstod@hi.is. Minnum einnig á að fræðasvið og einstakar deildir geta einnig óskað eftir því að fá sérfræðinga úr Setbergi á fundi eða til þess að halda stök námskeið fyrir kennara.