Fræðsla fyrir fræðasvið og deildir
Kynningar fyrir deildir og fræðasvið
Kennslumiðstöð og Deild stafrænnar kennslu og miðlunar bjóða upp á fræðslu fyrir fræðasvið og deildir á vormisseri. Um er að ræða tvær kynningar sem snúa að virkni nemenda, hópavinnu og kennsluáætlunum. Farið verður yfir aðferðir sem nýtast bæði í stað og í fjarkennslu. Gert er ráð fyrir að hvor kynning sé í um 90 mínútur með umræðum.
Hægt er að óska eftir annarri eða báðum kynningunum, eftir þörf eða áhuga.
Vinsamlegast hafið samband við Kennslumiðstöð eftir frekari upplýsingum eða ósk um kynningu.
Þær kynningar sem í boði eru:
Að virkja nemendur -verkfæri og aðferðir
Hvaða kennsluaðferðir og verkfæri getur kennari notað til að til þess virkja nemendur á skilvirkan hátt og aukið áherslu á nemendamiðað nám? Hvernig ýta kennarar undir gagnrýna hugsun nemenda og ábyrgð þeirra á námi sínu?
Farið verður yfir mikilvægi og ávinning með hópavinnu. Kynntar verða kennsluaðferðir sem ýta undir samstarf nemenda og þau verkfæri sem kennari getur notað, bæði í kennslustofunni og í Canvas, til dæmis hópasvæði, jafningjamat og kvarðar.
Kennsluáætlanir – uppsetning og innihald
Farið verður yfir markmið, tilgang og innihald kennsluáætlana, ásamt því hvernig best er að setja upp kennsluáætlun í Canvas. Fjallað verður um mikilvægi þess að kennsluáætlun sé faglega uppsett, á skýran og gagnlegan hátt bæði fyrir nemendur og kennara.