Það er þekkt vandamál á fundum þar sem hluti þátttakenda er á netinu að ef umræður fara af stað í sal heyra þeir sem eru á netinu ekki spurningar.
Færanlegir hljóðnemar sem tengdir eru við tölvuna eru ein lausn og nú hefur kennslusvið keypt nokkra slíka hljóðnema sem eru nú í prófunum á öllum fræðasviðum.
Tækið heitir Catchbox. Það samanstendur af móttakara sem tengdur er við tölvuna sem stýrir fjarfundinum, hljóðnema sem kennari / frummælandi hefur um hálsinn og stórum púða með innbyggðum hátalar sem hægt er að kasta til þeirra þátttakenda sem vilja fá orðið.
Tækið er mjög einfalt í notkun og þarf í rauninni bara eitt laust USB tengi í tölvunni og sá sem stýrir fundinum þarf að kunna að velja réttan hljóðnema í þeim hugbúnaði sem notaður er (oftast Teams eða Zoom).
Það verður spennandi að sjá hvernig þessi lausn reynist og hvort hún geti orðið hluti af staðalbúnaði í kennslustofum.
Nokkur svona tæki eru nú aðgengileg á öllum fræðasviðum og tengiliðir vegna þeirra eru:
- FVS: Pálmi Gautur Sverrisson
- HVS: Guðrún Björk Friðriksdóttir
- HUG: Mattthew Whelpton
- MVS: Áslaug Björk Eggertsdóttir
- VoN: Sigdís Ágústsdóttir