AURORA COIL tengslaviðburður - á Netinu
Viltu alþjóðavæða námskeiðið þitt og efla fjölmenningarfærni nemenda þinna með COIL?
Þessi AURORA COIL viðburður er ætlaður til að tengja saman kennara sem vilja nota COIL í kennslu.
COIL (Collaborative Online International Learning) auðveldar kennurum háskóla í ólíkum löndum að kenna saman námskeið eða hluta úr námskeiði.
Aðferðin veitir nemendum tækifæri til að öðlast alþjóðlega reynslu í námi og er inngilding þar í forgrunni þar sem allir nemendahópar fái tækifæri til að upplifa "skiptinám" á nýjum vettvangi, heima.
Frekari upplýsingar og skráning - skráningarfrestur er til 19. mars 2025.
Spurningar sem kunna að vakna má senda á aurora@hi.is