Að auka áhugahvöt og virkni háskólanema – Hvað getur kennarinn gert?

Image
Nemendur hlýða á fyrirlestur kennara
HVENÆR
18. nóvember 2024
14:00 til 16:00
HVAR
Setberg
Suðurberg 3 hæð
NÁNAR

Hvað getur háskólakennarinn gert til að auka áhugahvöt og virkni nemenda sinna? Hvernig kennsluumhverfi ýtir undir virkni nemenda?

Kennslumiðstöð stendur fyrir vinnustofu um áhugahvöt og virkni háskólanema. Skoðaðir verða þættir í kennsluumhverfinu sem hafa sterk tengsl við áhugahvöt og virkni nemenda og fjallað um hvernig hægt sé að auka vægi þessara þátta við val á kennsluaðferðum og námsmatsaðferðum. Kennarar fá tækifæri til að ræða námskeiðin sín, bera saman bækur sínar og deila góðum ráðum. Allir eru hvattir til að taka með sér tölvu.

Ásta B. Schram, dósent og kennsluþróunarstjóri stýrir vinnustofunni

Skráning á þessum hlekk til 17.nóv.

Bestu kveðjur, 

Kennslumiðstöð Háskóla Íslands