ABC vinnustofa með gervigreind/spunagreind

Image
ABC
HVENÆR
27. maí 2025
12:30 til 14:00
HVAR
Setberg
Suðurberg, 3. hæð
NÁNAR

Kennslumiðstöð býður upp á ABC vinnustofu um endurskoðun námskeiða þriðjudaginn 27. maí kl. 12:30-14:00 í Suðurbergi, 3. hæð í Setbergi. ABC vinnustofur (learning design) hafa löngum verið nýttar við námshönnun en hér hefur Kennslumiðstöð þróað nýjar leiðir innan ABC námshönnunarinnar þar sem gervigreindin (eða spunagreindin eins og hún er kölluð) er nýtt í hugmyndavinnu og til að uppfæra námskeið. Vinnustofan hentar mjög vel kennurum sem vilja endurskoða námskeiðið sitt fyrir komandi önn.  

Nánari upplýsingar um vinnustofuna: 

ABC gengur út á endurskoðun námskeiða þar sem háskólakennarar vinna saman í litlum hópum við að búa til sjónrænt söguborð (storyboard) yfir námskeiðin sín og þá kennsluhætti sem þeir telja vænlegasta til að á hæfniviðmiðum námskeiðs. ABC aðferðin er gagnleg hvort sem verið er færa staðbundna kennslu í fjarnámsform eða að innleiða rafræna kennsluhætti. Aðferðina má jafnframt nýta almennt í námskeiðshönnun, kennsluþróun og endurskoðun námskeiða.  

Í þessari vinnustofu er um að ræða uppfærða ABC vinnustofu þar sem við nýtum gervigreindina til að betrumbæta endurhönnun námskeiða. Gervigreindin verður notuð til að endurskoða námskeið þar sem farið er í hugmyndafræði ABC og hvernig nýta má möguleika gervigreindarinnar. Gert er ráð fyrir að kennarar vinni með fyrirfram ákveðið námskeið í huga. Einn kennari getur unnið með eitt námskeið en það getur einnig verið gagnlegt að kennarar sem kenna sama námskeið komi saman á sömu vinnustofu til að vinna gagngert að endurskoðun viðkomandi námskeiðs. Einnig getur ABC vinnustofan verið nytsamleg í ferlinu við endurskoðun námsleiða.  

Farið verður yfir þau verkfæri sem kennari getur notað til að virkja nemendur, bæði í kennslustofunni, í Canvas og í verkfærakistu FeedbackFruits.  

Vinnustofan er í umsjón Hörpu Daggar Fríðudóttur og Aleksöndru Kojic verkefnisstjóra hjá Kennslumiðstöð.   

Upplýsingar um vinnustofu: 

Dagsetning: Þriðjudagurinn, 27. maí. 

Tímasetning: 12:30-14:00 

Staðsetning: Suðurberg, 3.hæð, Setbergi 

Hvað á að koma með: Mælt er með að koma með fartölvu með sér og námskeið í huga til endurhönnunar 

Sjá upplýsingar í Uglu hér ásamt skráningarsíðu. 

Bestu kveðjur,  

Kennslumiðstöð Háskóla Íslands 

Image
ABC