Þverfræðileg hæfni

Markmið Aurora í kennslu er að háskólamenntun valdefli nemendur, fræðilega sem og persónulega, sem styrki þá til að verða breytingavalda í samfélögum framtíðar.

Í kennslu gerir Aurora því þær kröfur að nemendur útrskrifist með hæfni sem nær út fyrir hina fræðilegu hæfni. Þverfræðileg hæfni sbr. alþjóðahæfni, nýsköpunarhæfni og samfélagsvitund eflir nemendur persónulega veitir þeim burði til að takast á við samfélagslegar áskoranir framtíðarinnar. 

 

 

 

 

 

Titill
Kennsla til samfélagslegra áhrifa

Texti

Til að ná því markmiði að kenna til samfélagslegra áhrifa gerir Aurora þær kröfur að nám og kennsla taki mið af þverfræðilegri hæfni nemenda. Að þverfræðileg hæfni sé á einhvern hátt þrædd inn í námsefni og tekið til greina í námsmati. 

Til að gera kennurum kleift að huga að þverfræðilegri hæfni hefur Aurora sett upp hæfniviðmiðaramma sem byggir á þremur ólíkum verkfærum til að efla þverfræðilega hæfni nemenda; LOUIS, SEIZMIC og BEVI. 

LOUIS er verkfæri sem auðveldar að setja þverfræðilegu hæfnina inn í námskeiðslýsingar og námsmat með skilgreiningum á hæfninni. 

SEIZMIC og BEVI eru hvort um sig mælitæki á þverfræðilegri hæfni.

 

Mynd
Image

Þverfræðileg hæfni

LOUIS verkfærið er til þess gert að efla þverfræðilega hæfni nemenda. Með Louis fá kennarar verkfæri til að setja hæfnviðmið námskeiða í orð sem auðveldar að ræða við nemendur sína hvaða þverfræðilegu hæfni á við hverju sinni.

LOUIS verkfærið umbreytr þverfræðilegri hæfni í áþreifanlegan námsárangur nemenda. LOUIS skilgreinir yfirhæfni og undirhæfni og býður upp á tungutak og orðfæri til að útskýra fyrir nemendum framfarir þeirra frá meiri til minni og frá minni til flóknari færni. LOUIS er stuðningstól fyrir kennara við að samþætta almenna hæfni inn í kennslu sína með skilgreininum og hugtökum á þverfræðilegri hæfni.

Virði fyrir nemendur

LOUIS hjálpar til við að bæta skilning nemenda á hvers er ætlast til af þeim í námi og að skilja gildi menntunar, þvert á fræðigreinar. LOUIS er ekki síður mikilvægt verkfæri fyrir nemendur til að skilja þá hæfni sem þeir taka með sér úr námskeiði og námi yfirleitt.

Virði fyrir kennara

LOUIS hjálpar kennurum að útskýra þverfræðilega hæfni fyrir nemendum, hvers er ætlast til af þeim og hvernig þeir standa sig. LOUIS hjálpar kennurum við að samþætta þverfræðilega hæfni sem kennarar telja mikilvæga inn í námskeið og útskýra fyrir nemendum gildi hennar og virði.

 

LOUIS á íslensku

 

LOUIS á ensku

LOUIS í námsskeiðslýsingu

LOUIS á Aurora síðunni

SEIZMIC - þar sem samfélagsleg frumkvöðlafærni vex.

SEIZMIC er mælitæki á frumkvöðla-og nýsköpunarhæfni. Hæfnin er mæld í upphafi og enda námskeiða eða námsleiða.

SEIZMIC verkfærið skilgreinir hæfni út frá samfélagslegu frumkvæði og nýsköpun og hvort námið eflir færni og hugarfar nemenda til að takast á við samfélagslegar áskoranir.

SEIZMIC getur líka metið sértækar kennsluaðferðir eins og samfélagslegt þjónustunám (CSL) með tilliti til þess hvort þær efli frumkvöðla-og nýsköpunarhæfni nemenda.

SEIZMIC mælit einkum þrennt: Áhrif, frumkvöðlafærni og helgun.

 

Virði fyrir nemendur

Nemendur geta nýtt SEIZMIC til sjálfsmats, sem gerir þeim kleift að bera kennsl á atriði sem þau vilja bæta sig í og einnig til að þekkja þau námskeið sem efla þessa hæfni.

 

Virði fyrir kennara

SEIZMIC getur hjálpað kennara við að skilja hvaða hæfni nemendur búa yfir í upphafi misseris og hvaða hæfni þarf sérstaklega að efla. Með því að bera saman SEISMIC stig í upphafi misseris við útkomu í lok misseris geta kennarar metið og skilið hvaða hæfni hefur byggst upp á þeirri önn.

SEIZMIC getur einnig verið notað af kennurum til að þróa námskrár sínar og námsmarkmið út frá ákveðnni hæfni. Einnig er hægt að nota SEISMIC sem tæki til að auka skilning nemenda á því hvaða SEIZMIC hæfni þeir eiga að læra á tilteknu námskeiði eða lotu og hvaða hæfni þau taka út úr náminu.

BEVI er mælitæki sem mælir hugarfar og viðhorf hópa sem byggir á sálfræðiprófi sem getur veitt kennurum innsýn inn í hugarfar nemenda sinna. Hægt er að nota BEVI til að mæla breytingar á heimsmynd nemenda og skoðunum yfir ákveðið tímabil, m.a vegna áhrifa náms og kennslu. Þegar niðurstöður hóps eru ræddar af næmni getur BEVI stuðlað að skilningi og samkennd meðal nemenda.

Virði fyrir nemendur

Þegar nemandur taka BEVI prófið fá þeir strax persónulega endurgjöf sem hvetur þá til að hugsa um gildi sín og viðhorf. Þegar niðurstöður nemendahóps eru kynntar og ræddar geta nemendur fengið öfluga innsýn inn í fjölbreytt viðhorf jafnaldra sinna til lífsins og það getur ýtt undir samkennd og umburðarlyndi. Þegar mælingar eru gerðar yfir ákveðið tímabil geta þær gefið vísbendingar um persónulegan þroska nemenda.
 

Virði fyrir kennara

Þegar kennari sér BEVI-stig bekkjarins í upphafi námskeiðs veitir það innsýn í fjölbreytileika hópsins út frá gildum og viðhorfum. Ef bekkurinn er prófaður aftur t.d í lok námskeiðs munu samanburðarniðurstöður sýna fram á framfarir hópsins og að hve miklu leyti námskeiðið hefur náð markmiðum sínum í að auka víðsýni hjá nemendum. Með því að koma af stað umræðum innan hópsins geta vaknað hugmyndir um mismunandi reynslu og bakgrunn einstaklinga og þannig hægt að forðast átök innan hópsins.
 

Fyrstu skrefin fyrir kennara

  1. Hafðu samband við John Style, prófessor hjá Aurora skólanum URV í Tarragona john.style@urv.cat. 
  2. Skráðu þig á BEVI þjálfunarnámskeið. Sæktu um á john.style@urv.cat eða vefsíðu Aurora til að fá upplýsingar um næstu námskeið.
  3. Skoðaðu BEVI vefsíðuna, thebevi.com fyrir frekari upplýsingar.
 
 

Meiri upplýsingar

Bókin "Making Sense of Beliefs and Values. Theory, Research and Practice", by Craig Shealy, Springer, New York.