Header Paragraph

Viðmið um fjarnám kynnt

Image
Nemendur horfa á upptöku í tölvu

Í stefnu HÍ, HÍ26, er verkefnastofn 10 helgaður upplýsingatækni í kennslu, námsframboði og fjölbreytileika nemendahópsins. Eitt af verkefnum stofnsins er þróun fjarnáms.

Í stefnu HÍ er lögð áhersla á að fjarnám verði eflt sérstaklega og gæðaviðmið fyrir það verða skilgreind. Styðja á sérstaklega við deildir við þróun námsleiða í fjarnámi og gera framboð slíks náms sýnilegra. Mikilvægt er jafnframt að þróa markvisst þær fjölbreyttu leiðir sem eru til náms við skólann, svo sem til sí- og endurmenntunar og opið netnám, og gera þær sýnilegri.

Árið 2018 var starfshópur settur saman til að afmarka verkefnið. Vinna starfshópsins byggðist að miklu leyti á gögnum innan HÍ, reynslu af fjarnámi við HÍ og erlendum fyrirmyndum um gæðaviðmið í fjárnámi (t.a.m. European Association for Quality Assurance in Higher Education). Einnig var reynsla HÍ á breyttum kennsluháttum vegna COVID-19 höfð til hliðsjónar.  

Áætlun um þróun fjarnáms við HÍ.