Header Paragraph

Málþing Kennsluakademíu opinberu háskólanna 2023

Image
Gestir á ráðstefnu kennsluakademíunnar 2022

Öll þau sem hafa áhuga á og vilja taka þátt í samtali um háskólakennslu eru hvött til að mæta á ráðstefnu Kennsluakademíu opinberu háskólanna föstudaginn 26. maí. Eftirfarandi eru brot úr umsögnum frá þátttakendum seinustu ráðstefnu:

„Málþingið var frábær vettvangur til að sjá hvað samstarfsfólk í háskólanum er að fást við í kennsluþróun og vinnustofan sem ég sótti var gagnleg. Auk þess hélt ég erindi sjálfur um eigin verkefni í kennsluþróun og þótti ánægjulegt og dýrmætt að fá viðbrögð og athugasemdir.“ (Sigurður Örn Stefánsson, prófessor við Raunvísindadeild á Verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands)

„Degi í að ræða og hlusta á erindi um háskólakennslu var að mínu mati vel varið og málþing Kennsluakademíunnar 2022 var fyrir mig kærkomin vítamínsprauta að loknum erfiðum vetri. Helsta vandamálið var að þurfa að velja á milli málstofa og vinnustofa. Ég sat málstofu um nemendamiðaða kennslu og vinnustofu um að virkja nemendur í fyrirlestrum sem fléttuðust vel saman. Auk þess að fá tækifæri til að hlusta á framlög fyrirlesara þá var gefandi að taka þátt í þeim umræðum sem sköpuðust á meðal þátttakenda.“ (Rannveig Sverrisdóttir, lektor í táknmálsfræði við Íslensku- og menningardeild á Hugvísindasviði Háskóla Íslands)

Skráningarfrestur er út föstudaginn 19. maí og fer fram á vef Kennsluakademíunnar. 

Nánari upplýsingar og skráning