Header Paragraph
Kristinn Andersen nýr sviðsstjóri kennslusviðs HÍ
Kristinn Andersen, prófessor við Rafmagns- og tölvuverkfræðideild, tók við sem sviðsstjóri kennslusviðs Háskóla Íslands frá 15. október 2023. Hann tekur við af Róbert Haraldssyni sem hverfur nú til fyrri starfa sinna innan HÍ sem prófessor í heimspeki.
Kennslusvið býður Kristinn hjartanlega velkominn til starfa og hlakkar til komandi samstarfs.
Á sama tíma viljum við þakka Róberti fyrir ánægjulegt samstarf síðustu árin og óskum honum alls hins besta á nýjum/gömlum starfsvettvangi.
Ítarlegri upplýsingar er að finna hér á heimasíðu Háskóla Íslands.