Diplómanám í kennslufræði háskóla

Kennslumiðstöð Háskóla Íslands býður upp á diplómanám í kennslufræði háskóla. 

Kennsluþróun háskólakennarans

Meginmarkmið námsins er að efla hæfni háskólakennara til að skipuleggja nám og kennslu á faglegan hátt. Lögð er áhersla á að viðfangsefni séu hagnýt og tengd kennslu þátttakenda. Þátttakendur fá tækifæri til að ræða reynslu sína af kennslu og skoða og leggja mat á kennslu jafningja. 

Kennarar sem lagt hafa stund á nám í háskólakennslufræði segja það nýtast vel til faglegrar nálgunar í kennslu auk þess sem stuðningurinn sem þeir fá frá öðrum þátttakendum námsins sé ómetanlegur.

Tekið er við umsóknum frá byrjun mars til 15. apríl ár hvert.

Image
Nemendur og kennari spjalla um kennslu og nám

Spurt og svarað

Háskólakennarar og doktorsnemendur sem hafa umsjón með námskeiði geta sótt um nám í háskólakennslufræði.

Alla jafnan er umsóknarfrestur 15. apríl fyrir umsókn á haustmisseri og 15. október fyrir umsókn á vormisseri.

 

Námið tekur yfir tvö ár og lýkur með diplómu. Hægt er að taka hluta diplómunnar, eitt námskeið eða fleiri, eftir því hvað hentar hverjum og einum.

STM105F Inngangur að kennslufræði á háskólastigi (10e) - haust 1. ár (ágúst-desember)

STM208F Skipulag og endurskoðun námskeiða (5e) - vor 1. ár (janúar-mars)

STM209F Námsmat og endurgjöf (5e) - vor 1. ár (mars-maí)

KEN004F Kennsluþróun og starfendarannsóknir (10e) - heilsárs 2. ár - (október-maí)

Að baki 10 eininga námskeiði eru 250 vinnustundir.

Námskeið í háskólakennslufræði veita ekki sérstök réttindi til háskólakennslu.

Umsókn er rafræn í gegnum á vef Háskóla Íslands. Byrja þarf á því að stofna aðgang að samskiptagátt Uglu (https://ugla.hi.is/namsumsoknir) sem heldur rafrænt utan um samskipti umsækjanda við skólann. Ekki er hægt að nota lykilorð HÍ til innskráningar nema þegar sé búið að stofna aðgang í samskiptagáttinni.

Samskiptagáttin veitir aðgang að umsókn sem fylla þarf út. Þegar umsóknarfresti lýkur er farið yfir allar umsóknir hjá Kennslumiðstöð sem kallar eftir upplýsingum frá umsækjendum um kennslu þeirra og umsjón með námskeiðum. Ekki er hægt að staðfesta umsókn fyrr en umsækjandi hefur sent inn þessar upplýsingar.

Frekari upplýsingar er að finna í kennsluskrá Háskóla Íslands eða með því að senda erindi á kennslumidstod@hi.is

 

Töluverður fjöldi kennara hefur farið í gegnum námið þegar áratugur er liðinn frá stofnun þess. Þannig hafa um 150 manns lokið fyrsta námskeiðinu (sjá töflu hér neðar um skiptingu milli ára) og um 60 manns allri diplomunni. Hér er um að ræða fólk frá öllum fræðasviðum Háskóla Íslands auk kennara frá Háskólanum á Akureyri, Háskólanum á Bifröst, Háskólanum á Hólum, Listháskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík.

 

Image
Myndrit sem sýnir nemendfjölda sem klárar diplómanám í kennslufræði