Vendikennsla

Vendikennsla (e. flipped classroom) er  kennsluaðferð þar sem hinni klassísku kennsluaðferð þar sem kennarinn heldur fyrirlestur er snúið við þannig að nemendur skoða fyrirlesturinn heima og mæta í tíma til að vinna að verkefnum og komast dýpra í efnið.

Sá misskilningur hefur ríkt að vendikennsla snúist eingöngu um það að nota upptökur sem nemendur horfa á heima og mæta síðan í kennslu og vinna að verkefnum. Þetta er vissulega rétt en þetta er þó einungis ein aðferð af mörgum við vendikennslu.

Þannig snýst vendikennsla ekki um upptökur sem slíkar heldur eru upptökur einungis ein aðferð til að nota við kennsluna.

Hafið í huga að vendikennslu má nýta hluta úr námskeiði, meðan fengist er við ákveðna þætti námskeiðsins eða til þess að undirbúa hópvinnu eða umræður. 

Í myndbandinu hér til hægri er vendikennsla útskýrð í stuttu máli (á ensku).

Smellið á "Sýna efni frá Vimeo" ef myndbandið sést ekki strax. 

Ef ætlunin er að nota upptökur í kennslunni er gott að hafa eftirfarandi í huga:

  • Skipuleggja uppbyggingu myndskeiðsins/upptökunnar
  • Gera stuttar upptökur 5-10 mín.
  • Hugsa ferlið frá upphafi til enda
  • Setja sig í spor áhorfandans
  • Varast hikorð - það getur verið erfitt að klippa þau út
  • Nota heyrnartól með áföstum hljóðnema
  • Taka reglulega til og eyða út ónothæfum upptökum