Header Paragraph

Jólakennslukaffi -Niðurstöður rannsóknar um fjarnám

Image

Jólakennskukaffi Kennslumiðstöðvar var haldið fimmtudaginn 14. desember.  Sigurbjörg Jóhannesdóttir, verkefnisstjóri á Kennslusviði, kynnti niðurstöður rannsóknar  í Erasmus+ verkefninu Placedu, þar sem gögnum var safnað frá kennurum og nemendum um líðan þeirra á netfundum haustið 2022 og rýnihópaviðtöl tekin við háskólakennara.

Niðurstöðurnar sýna að nemendurnir sem tóku þátt í rannsókninni frá Háskóla Íslands líður vel á netfundum (97%) á meðan það hlutfall meðal kennara er 81%. Þá virtust þeir kennarar vera jákvæðari sem voru eingöngu með fjarnámskeið en þeir kennarar sem voru að kenna valvís námskeið. Stærsta áskorun kennara við Háskólann virðist felast í að geta sinnt stað- og fjarnemum nægilega vel í blandaðri kennslu.

Tæknin virðist ekki vera stórt mál fyrir íslenska kennara, nema þegar kemur að hljóðgæðum en þau þarf að bæta bæði á netfundum og í upptökum. Nemendur við Háskólann virðast vera viljugri en nemendur hinna landanna þegar kemur að því að vera í mynd, sem ýtir undir félagslega nærveru kennara og nemenda. Kennarar sem eru eingöngu með fjarnema virðast vera meðvitaðri um hvernig þeir nota kennsluaðferðir til að ýta undir námssamfélag nemenda og nærveru þeirra í náminu. 

Placedu verkefnið er með vefsíðu á vefslóðinni: https://placedu-project.com/
Námskeið fyrir kennara sem vilja bæta gæði fjarkennslu og stafrænna kennsluhátta eru á vefslóðinni: https://placedu-project.com/meta-platform/  

Virkilega vel var mætt í kennslukaffið og skemmtilegar umræður þátttakenda.

Upptaka frá kennslukaffi

ATH. Ef lykilorðið í hlekknum virkar ekki þá er rétt lykilorð: 5.11D&M*