Ígrundun nemenda sem kennsluverkfæri - Kennsluvarpið
Nýr þáttur af Kennsluvarpinu, hlaðvarpi Kennslumiðstöðvar, er kominn út.
Eva Marín Hlynsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir frá því hvernig hún hvetur nemendur til ígrundunar í námi sínu, svokallað critical reflection. Ígrundun ýtir undir að nemendur nýti sér fyrri þekkingu til að skapa nýja og að yfirfæra þekkingu úr fræðunum yfir í hið hagnýta og praktíska á vettvangi og öfugt.
Eva Marín talar einnig um mikilvægi þess að styðja og leiðsegja nemendum við vinnu á lokaverkefnum en alltof margir nemendur hætta námi þegar þeir eiga aðeins lokaverkefnið eftir. Með því að bjóða upp á opna tíma, setja vörður, bjóða upp á samtal nemenda á milli þannig að þau upplifi sig ekki ein, næst mun betri árangur og mun fleiri nemendur ná að skila lokaverkefnum sínum og ljúka þar með námi.
Hægt er að nálgast þáttinn á anchor.fm eða á Spotify.