Hönnun Aurora námskeiða

Aurora leggur áherslu á að kennsluefni háskóla hafi sjálfbærni að leiðarljósi og kennt sé þvert á fræðigreinar. Öllum er þegar ljóst að eingöngu með sameiginlegu átaki fræðigreina sé hægt að takast á hnattrænar samfélagslegar áskoranir.

  Titill
  Námsefni til samfélagslegra áhrifa

  Texti

  Námsefni Aurora náms skal hafa þverfræðilega nálgun, hafa beina tengingu við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og geta stutt við eitthvert af fimm áherslusviðum Aurora.

  Möguleikarnir eru margir og um að gera að velta við öllum steinum og finna hvað hentar best út frá fræðigrein, áhuga og samfélagslegum vandamálum.

  Mynd
  Image
  Fjarnám

  Námsefni Aurora

  Engin ein fræðigrein getur fundið lausn á samfélagslegu vandamáli heldur þurfa fleiri fræðigreinar að koma saman. Með samhentu átaki næst besti árangurinn. Deildarmúrar þurfa að víkja svo þverfræðileg kennsla blómstri.

  Nokkrar leiðir til að hugleiða:

  Kennari HÍ finnur samstarfsfélaga innan Aurora

  Finndu þér samstarfsfélaga hjá hinum Aurora skólunum úr ólíkri fræðigrein og þróið og kennið nýtt námskeið saman. Hinn kosturinn er að fella saman námskeið sem þegar eru kennd.

  Kennarar HÍ finna saman samstarfsfélaga innan Aurora

  Finndu þér samstarfsfélaga innan HÍ, úr ólíkri fræðigrein, og finnið saman samstarfsfélaga innan Aurora skólanna til að þróa og kenna námskeið saman.Hinn kosturinn er að fella saman þegar kennd námskeið.

  Gamalt námskeið fært í nýjan búning með áherslu á samfélagslega ábyrgð

  Hugsaðu þitt námskeið upp á nýtt með tilliti til kennslu til samfélagslegra áhrifa, finndu samstarfsfélaga utan þíns fræðasviðs innan HÍ sem myndi efla þitt námskeið með sinni aðkomu og beina því í átt að samfélagslegrar nýsköpunar. Saman getið þið fundið samherja innan Aurora skólanna.

  Nýtt námskeið þróað

  Finndu þér vandamál sem þú vilt leysa. Horfðu jafnvel til kennsuaðferðanna sem hvetja til samstarfs við þjónustuaðila samfélagsins og hagaðila til að finna saman vandamál til að leysa. Þjónustunám (e. Community Service Learning) er t.d kjörin leið til þess.

   

  Heimsmarkmið SÞ er ágætis leiðarvísir og viðmið í sjálfbærnimarkmiðum. Aurora leggur áherlsu á að námskeið séu hönnuð með beinni tengingu við eitthvert af Heimsmarkmiðum SÞ (e. UN Sustainable Development Goals - SDGs).

  • Skoðaðu þitt námskeið út frá Heimsmarkmiðunum, ef það hefur ekki þegar tengingu athugaðu hvað þarf til að búa til slíka tengingu. Veldu að minnsta kosti eitt heimsmarkmið sem einkennir þitt námskeið en þau mega vissulega vera fleiri.
  • Ef þú ert að hugleiða að þróa nýtt námskeið, hafðu Heimsmarkmiðin þá í huga.

  Heimsmarkmið SÞ

  Aurora skólarnir hafa komið sér saman um fimm áherslusvið sem þeir ætla að þróa saman og kenna; námskeið, örnám og námsleiðir. Um er að ræða flokkunarkerfi sem t.d birtast í Kennsluskrá Aurora en þar kemur fram undir hvaða áherslusvið námskeiðið fellur.

  Tengdu þitt námskeið, nýtt eða gamalt, við eitt af áherslusviðunum:

  • Sjálfbærni og loftslagsbreytingar
  • Stafrænt samfélag & alþjóðleg borgaravitund
  • Menning: Margbreytileiki & sjálfsmyndir
  • Heilsa & vellíðan
  • Samfélagsleg frumkvöðlafræði & nýsköpun