Kennsluþróunarstjórar

Kennsluþróunarstjórar starfa á öllum fræðasviðum HÍ. 

Kennsluþróun í takt við þarfir fræðasviða

Á hverju fræðasviði starfar kennsluþróunarstjóri sem gegnir jafnframt akademískri stöðu.

Kennsluþróunarstjórinn brúar bil á milli hins akademíska samfélags og stjórnsýslu kennslumála, miðlægt og á sviðunum og þarf því að hafa þekkingu og reynslu á sviði kennsluþróunar í háskólum.

Starf kennsluþróunarstjóra snýr annars vegar að vinnu inni á viðkomandi fræðasviði og hins vegar að samstarfi við kennsluþróunarstjóra annarra fræðasviða, svo og við kennslusvið og yfirstjórn Háskóla Íslands

Image
Ráðgjöf í Setbergi

Ásta Bryndís Schram, dósent og kennsluþróunarstjóri. Heilbrigðisvísindasvið

Edda Ruth Hlín Waage, lektor og kennsluþróunarstjóri. Verk- og náttúruvísindasvið

Hróbjartur Árnason, lektor og kennsluþróunarstjóri. Menntavísindasvið

Rannveig Sverrisdóttir, lektor og kennsluþróunarstjóri. Hugvísindasvið

Thamar Melanie Heijstra, prófessor og kennsluþróunarstjóri. Félagsvísindasvið