Kennsluþróunarstjórar
Kennsluþróunarstjórar starfa á öllum fræðasviðum HÍ.
Kennsluþróun í takt við þarfir fræðasviða
Á hverju fræðasviði starfar kennsluþróunarstjóri sem gegnir jafnframt akademískri stöðu.
Kennsluþróunarstjórinn brúar bil á milli hins akademíska samfélags og stjórnsýslu kennslumála, miðlægt og á sviðunum og þarf því að hafa þekkingu og reynslu á sviði kennsluþróunar í háskólum.
Starf kennsluþróunarstjóra snýr annars vegar að vinnu inni á viðkomandi fræðasviði og hins vegar að samstarfi við kennsluþróunarstjóra annarra fræðasviða, svo og við kennslusvið og yfirstjórn Háskóla Íslands
Ásta Bryndís Schram, dósent og kennsluþróunarstjóri. Heilbrigðisvísindasvið
Edda Ruth Hlín Waage, lektor og kennsluþróunarstjóri. Verk- og náttúruvísindasvið
Hróbjartur Árnason, lektor og kennsluþróunarstjóri. Menntavísindasvið
Rannveig Sverrisdóttir, lektor og kennsluþróunarstjóri. Hugvísindasvið
Thamar Melanie Heijstra, prófessor og kennsluþróunarstjóri. Félagsvísindasvið