14:00 til 15:30
Athugið! Þessi vinnustofa fer fram á ensku.
Please note! This seminar will be conducted in English.
Viðburðurinn var haldinn 13. mars 2025
Háskólakennarar hafa áhyggjur. Glíman við ritstuld nemenda hefur staðið yfir í mörg ár og margir héldu að það vandamál væri úr sögunni. Svo gott er það nú ekki! Frá útgáfu ChatGPT árið 2022 hefur fjöldi gervigreindarverkfæra(AI) litið dagsins ljós. Við teljum nokkuð víst að nemendur okkar séu að nota þessi verkfæri en eigum erfitt með að sjá hvernig. Og það er sannarlega ekki til eitthvað einfalt verkfæri til að nýta í þeim efnum. Í þessum fyrirlestri mun dr. Debora Weber-Wulff, professor emeritus við Tækniháskólann University of Applied Sciences HTW, Berlín fjalla um áskoranir vegna ritstuldar og notkunar AI í háskólanámi, og mögulegar lausnir ræddar.
Dr. Debora Weber-Wulff er prófessor emeritus í Miðlun og Tölvunarfræði við Tækniháskólann University of Applied Sciences HTW i Berlín í Þýskalandi. Hún lærði nytjaeðlisfræði við Háskólann í Kaliforníu í San Diego, og tölvunarfræði við Háskólann í Kiel í Þýskalandi. Hún lauk doktorsprófi í kennilegri tölvunarfræði frá Háskólanum í Kiel þar sem hún rannsakaði vélræna setningasönnun við Háskólann í Kiel. Hún er virkur meðlimur í vinnuhópi Gesellschaft für Informatik (þýska tölvunarfræðifélaginu) innan siðfræði og tölvunarfræði og er einnig félagi í vinnuhópnum. Hún hefur rannsakað ritstuld frá árinu 2002 og nýtir nú eftirlaunatímann sinn til að ræða notkun gervigreindar í menntun. Í desember 2023 gaf hún út virta grein þar sem svokallaðir gervigreindargreinar voru prófaðir, og er nú í yfirlestrarferli vegna greina um notkun gervigreindar í rannsóknum.