Kennsla
Kennsluþróun háskólakennslu er eitt af stóru verkefnum kennslusviðs Háskóla Íslands og á sviðinu starfar fjöldi sérfræðinga í þróun kennsluhátta og námsmats.
Þegar námskeið er skipulagt er mikilvægt að huga strax í upphafi að gerð hæfniviðmiða, kennsluáætlunar, fjölbreyttum kennsluháttum sem virkja nemendur í námi og sanngjörnu námsmati.
Á kennslusviði starfa sérfræðingar á öllum þessum sviðum og býður reglulega upp á fræðslu, auk þess sem mikið magn upplýsinga og leiðbeininga er aðgengilegt á netinu.
Við Háskóla Íslands er einnig unnið að þróun kennsluaðstöðu þar sem verið er að skrásetja viðmið um kennsluaðstöðu HÍ. Útbúin verður handbók sem lýsir möguleikum og fyrirkomulagi kennsluaðstöðu og samræmir þau ferli sem felast í notkun og rekstri.