Canvas er námsumsjónarkerfi Háskóla Íslands. Öll námskeið eiga kennsluvef í Canvas og þar eru fjölmargir möguleikar í uppsetningu á námsefni, verkefnaskilum, endurgjöf og umræðum.

Nemandi skoðar tölvuna sína
ABC

Allar leiðbeiningar HÍ um Canvas eru aðgengilegar á einum stað. Smelltu hér til að opna. 

Nemendur vinna í tölvu að verkefnum

Nýir notendur geta lært á Canvas á eigin hraða með því að smella hér. 

Mynd af nemendum í fyrlestrarsal

Á vefnum kennari.hi.is færðu aðstoð við að finna stafræn kennsluverkfæri við hæfi og upplýsingar er snúa að aðgnagskröfum námskeiðsvefa.

Kennari situr hjá nemanda og veitir endurgjöf

FeedbackFruits er viðbót í Canvas sem gerir kennurum kleift að virkja nemendur, t.d. með jafningjamati.

Algengar spurningar kennara Algengar spurningar kennara

Athugið að til þess að nemendur sjái tilkynninguna og fái hana í tölvupósti þarf námskeiðið að vera birt. Þið sjáið á forsíðu námskeiðsins hvort það sé birt. Ef búið er að birta námskeiðið lítur það svona út: 

Ef námskeiðið er ekki birt, smellir þú á Birta áður en þú skrifar tilkynninguna.

Á forsíðunni finnur þú hnapp lengst til hægri sem á stendur “Ný tilkynning” og þú smellir á hann. 

Síðan skrifar þú fyrirsögn og efni tilkynningar í þar til gerða glugga og smellið að lokum á “Vista”. 

Tilkynningin birtist þá á forsíðu námskeiðsins og fer í tölvupósti til nemenda.

 

Já, það er hægt.

Leiðbeiningar um það hvernig efni er flutt á milli námskeiða má nálgast hér

Kennari stjórnar aðgangi nemenda að því efni sem hann setur inn. Í fyrsta lagi þarf að birta “Einingar” til þess að það efni sem er innan einingar sé aðgengilegt nemendum. Það er gert með því að smella á hringinn hægra megin í einingunni þannig að hann verði grænn: 

 

Hér er efri einingin sýnileg nemendum en sú neðri, þessi með grá hringnum er falin fyrir nemendum. 

Þetta gerir kennara kleift að vinna í einingum innan námskeiðs án þess að nemendur sjái. Svo þegar hún er tilbúin er hægt að birta nemendum hana. 

Í öðru lagi þarf að birta það efni sem er sett inn í einingu og það er gert með sama hætti og eining er birt nemendum, smella á gráa hringinn og gera hann grænan:

Hér eru atriðið með græna hakinu aðgengileg nemendum, en atriðið “Verkefni í FeedbackFruits stofnað" er falið. 

 

Til þess að tilkynning berist nemendum þarf námskeiðið að vera birt. Þú sérð á forsíðu námskeiðsins hvort það sé birt. Ef búið er að birta námskeiðið lítur það svona út: 

 

Ef ekki smellir þú einfaldlega á Birta: 

Síðan þarftu að senda tilkynninguna aftur út til nemenda með því að afrita þá gömlu og búa til nýja. 

Nemendur fá tilkynningar úr Canvas sendar á @hi.is netfangið sitt og stundum leita þeir að tilkynningum á röngum stað. Í Canvas geta notendur stillt móttöku tilkynninga úr kerfinu og hér má finna leiðbeiningar um það

Það getur líka gerst að kerfið loki á netföng og þá þarf viðkomandi að senda beiðni um að opnað verði aftur fyrir það á help@hi.is

Já, það er hægt að sameina kennsluvefi námskeiða í einn. Það fer þannig fram að þú sendir póst á help@hi.is með upplýsingum það hvaða námskeið eiga að hafa sameiginlegan kennslu og hvaða námskeið eigi að vera ráðandi. 

Sameiningin virkar þannig að allir nemendur í sameinuðu námskeiðunum fá aðgang að kennsluvef þess námskeiðs sem er valið ráðandi. 

Share