Vendikennsla (e. flipped classroom) er  kennsluaðferð þar sem hinni klassísku kennsluaðferð þar sem kennarinn heldur fyrirlestur er snúið við þannig að nemendur skoða fyrirlesturinn heima og mæta í tíma til að vinna að verkefnum og komast dýpra í efnið.

Ef ætlunin er að nota upptökur í kennslunni er gott að hafa eftirfarandi í huga:

  • Skipuleggja uppbyggingu myndskeiðsins/upptökunnar
  • Gera stuttar upptökur 5-10 mín.
  • Hugsa ferlið frá upphafi til enda
  • Setja sig í spor áhorfandans
  • Varast hikorð - það getur verið erfitt að klippa þau út
  • Nota heyrnartól með áföstum hljóðnema
  • Taka reglulega til og eyða út ónothæfum upptökum
Share