Jafningjamat

Jafningjamat á verkefnum gerir nemendum kleift að yfirfara fleiri verkefni en sitt eigið. Þannig geta þeir speglað sitt eigið verkefni, fengið fleiri sjónarhorn og þurfa að taka afstöðu til þess hvort aðrir nemendur hafi náð hæfniviðmiðum og dýpkað þannig þekkingu sína á þeim. 

Jafningjamat í Canvas

Í Canvas er möguleiki á því að stilla verkefni þannig að kerfið úthluti verkefnum milli einstakra nemenda. Það má tengja það við matskvarða og þegar kennari  gefur einkunn getur hann séð hvernig nemendur mátu verkefnið. 

Ef um er að ræða hópverkefni þarf að gæta að því að kerfið getur ekki úthlutað verkefnum sjálfkrafa milli hópa heldur þarf að útluta verkefnum handvirkt á milli ákveðinna einstaklinga í hópnum. 

Image
Nemendur að spjalla um verkefni og vinnu

Gott að hafa í huga við uppsetningu á jafningjamati í Canvas

Nemendur geta metið öll verkefnaskil frá öðrum nemendum, hvort sem um er að ræða skjöl eða annars konar skil. 

Nemendur geta ekki gefið verkefni einkunn í tölum. Jafningjamatið gerir ráð fyrir athugasemdum og notkun á matskvarða. 

Nemendur geta heldur ekki metið vinnuframlag annarra í eigin hóp í Canvas ef um er að ræða hópverkefni. 

Kennari ræður því hvort jafningjamatið birtist nafnlaust. Ef kveikt er á þeirri stillingu sér nemandi ekki hver skilaði verkefninu sem hann er að meta. 

Þá sér nemandi heldur ekki hver mat verkefnið sem skilað var. 

Athugið að þegar kveikt er á nanfleysi geta nemendur ekki gert athugasemdir beint í skjalið sem skilað var (e. annotations) 

Það er ekki hægt að úthluta jafningjamati sjálfvirkt milli nemendahópa í Canvas. Þegar hópverkefnum er skilað eru þau tengd þeim nemanda sem skilar inn fyrir hönd hópsins. 

Leiðin sem kennari þarf að fara er þá að úthluta jafningjamatinu handvirkt á milli þeirra nemenda sem skila fyrir hópinn. Þetta getur reynt talsverð handavinna og mikilvægt að kennarinn undirbúi sig vel áður en hafist er handa: 

  • Skipa hópstjóra í hópunum
  • Hópstjórinn skal skila inn fyrir hönd hópsins
  • Úthluta jafningjamati handvirkt milli hópstjóra
  • Hópstjóri er ábyrgur fyrir því að sýna öðrum meðlimum hópsins verkefnið sem á að meta.
  • Hópstjóri skilar inn athugasemd og / eða fyllir út í matskvarða fyrir hönd hópsins. 

Með því að nýta hópstjórana í þetta sparar kennari sér vinnu við úthlutun matsins.