Endurgjöf í Canvas
Í öllu námsmati er mikilvægt að nemandinn fái upplýsingar um það hvernig tókst til og hvað hefði mátt gera betur.
SpeedGrader og matskvarðar
Í Canvas eru mörg verkfæri sem kennarar geta nýtt sér til þess að veita endurgjöf á verkefni sem nemndur skila.
SpeedGrader gerir kennara kleift að skrifa athugasemdir beint í verkefni nemenda, skrifa heildarathugasemd við verkefni, hengja skjöl með endurgjöf við verkefni nemanda og jafnvel taka upp myndband þar sem hann gefur endurgjöf.
Matskvarðar eru líka öflug leið til þess að meta verkefni nemenda. Þá eru ákveðnir þættir verkefnis skilgreindir, ákveðin viðmið um mat og vægi þeirra skilgreint. Þannig getur kennari smellt í þau viðmið sem nemandinn nær og þannig sér nemandinn hvar hann stendur vel og hvar hann getur bætt sig.
Helstu verkfæri til endurgjafar í Canvas
SpeedGrader er verkfæri sem heldur utan um öll verkefni frá nemendum og gerir þér kleift að gefa einkunn, skrá endurgjöf og nota matskvarða.
- Einkunnir fara beint í einkunnabók
- Þarf ekki að hlaða niður skjölum
- Auðvelt að fletta milli verkefna
- Athugasemdir beint í verkefnið
- Vista algengar athugasemdir
- Auðvelt að nota matskvarða við einkunnagjöf
Matksvarðar (e. rubrics) er mjög öflug leið til þess að gera nemendum grein fyrir því hvernig kennari metur verkefni og við hvað hann miðar þegar einkunn er sett saman.
Með því að merkja í matskvarða fyrir verkefni í Canvas er innbyggð ákveðin endurgjöf þar sem nemandi sér fljótt hvar hann hefði getað gert betur og hvað hann þarf mögulega að æfa betur.
Með einni stillingu er hægt að láta stigafjölda matskvarða skila einkunn fyrir verkefnið sem fer svo beint í einkunnabók námskeiðs.
Smelltu hér til að skoða leiðbeiningar fyrir matskvarða í Canvas.
Ein leið til þess að hjálpa nemendum við að ná þeim hæfnviðmiðum námskeiðs og æfa þá í próftöku er að setja upp æfingapróf í Canvas þar sem sjálfvirk yfirferð og innbyggð endurgjöf veita nemandanum upplýsingar um það hvar hann stendur.
Þannig er t.d. hægt að setja inn endurgjöf á röng svör þar sem það er útskýrt fyrir nemanda hvers vegna svarið var rangt og hvaða efni hann getur skoðað til þess að læra það betur.
Svona verkefni þarf ekki gilda til einkunnar, heldur þarna eingöngu verið að nota prófaformið og þá tæknilegu möguleika sem liggja í Canvas til þess að veita nemendum aukna endurgjöf á það þegar þeir æfa hæfni sína.
Smelltu hér itl að skoða leiðbeiningar fyrir Quiz í Canvas.