Kennslukaffi Kennsluakademíu Opinberu háskólanna
15:00 til 16:00
Vinnustofan fer fram í Suðurbergi, 3.hæð í Setbergi.
Að leggja sitt af mörkum til að skapa þekkingu á sviði háskólakennslu: Birtingar á rannsóknum á eigin kennsluþróun með aðferðum Sotl.
Kennsluakademía Opinberu háskólanna í samstarfi við Kennslumiðstöð Háskóla Íslands boðar til kennslukaffis miðvikudaginn 11. september, kl:15 í Setbergi, stofa: Suðurberg-305, 3ja hæð. Kennslukaffinu verður einnig streymt á Teams og þá er skráning á viðburð ekki nauðsynleg.
Matsteymi Kennsluakademíunnar þau Thomas Olsson, sérfræðingur í kennsluþróun við Háskólann í Lundi, Oddfrid Terese Kårstad Førland, ráðgjafi og sérfræðingur í kennsluþróun við Háskólann í Bergen, Maria Weurlander, dósent í Háskólakennslufræðum við Menntavísindadeild Háskólans í Stokkhólmi og Margrét Sigrún Sigurðardóttir, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands munu fjalla um mikilvægi þess að deila Sotl verkefnum á ráðstefnum og eða í tímaritum. Þau munu deila reynslu sinni af birtingum á rannsóknum á eigin kennslu, fjalla um siðferðileg álitamál sem koma upp við rannsóknir á eigin kennslu og setu í ritstjórn háskólakennslutímarita. Í framhaldi munu þau svara spurningum þeirra sem hafa áhuga á því að feta þá braut að birta rannsóknir á eigin kennslu.
Við hvetjum öll áhugasöm um kennslu og rannsóknir að koma og taka þátt í samtali um kennslu á háskólastigi.
Viðburðurinn fer fram á ensku.