Alþjóðlegt nám og kennsla
Eitt af flaggskipum Aurora er alþjóðavæðing náms og kennslu. Landamæralaust viðurkennt nám er lykilatriði fyrir alla nemendahópa en aðgengi að alþjóðlega námi eflir menningarlæsi og aðra mikilvæga hæfni til að þrífast í hnattrænum heimi.
Titill
Kennsla til samfélagslegra áhrifa
Alþjóðlegt nám og kennsla er eitt af lykilatriðum Aurora í kennslu til samfélagslegra áhrifa. Alþjóðleg reynsla ýtir undir víðsýni og samhyggð sem eflir menningarlæsi nemenda og aðra þverfræðilega hæfni sem er þeim mikilvæg til á að takast á við samfélagsleg vandamál þvert á þjóðir og fjölmenningu.
Skiptinám veitir nemendum alþjóðalega reynslu en sveigjanlegt skiptinám, stutt og blandað, opnar fleiri möguleika fyrir fleiri nemendahópa.
Kennsluaðferðin COIL er skilvirk leið til að veita nemendum alþjóðlega reynslu með skiptinámi "heima".
Aurora námskeið opna nýjar víddir í námskeiðsvali þegar stök námskeið í níu evrópskum háskólum standa nemendum til boða, í stað-og eða fjarnámi.
Alþjóðavæðing náms og kennslu
COIL (Collaborative Online International Learning)
COIL aðferðin auðveldar kennurum háskóla í ólíkum löndum að kenna saman námskeið. Aðferðin veitir nemendum tækifæri til að öðlast alþjóðlegt tækifæri í námi án þess að þurfa að ferðast á milli landa.
Aurora skólarnir eru sammála um að COIL muni marka þáttaskil í alþjóðvæðingu náms og kennslu þar sem inngilding er í fyrirrúmi og allir nemendahópar fái að upplifa "skiptinám" á nýjum vettvangi, heima.
Meiri upplýsingar
Aurora háskólinn Universitat Rovira i Virgili í Tarragona á Spáni hefur verið leiðandi í notkun á COIL aðferðinni.
Gildi Aurora í kennslu er m.a nemendamiðuð og inngild kennsla. Blandað og stutt skiptinám styður vel við þau gildi þar sem markmiðið er að skiptinám sé hannað út frá þörfum nemenda og standi öllum nemendahópum til boða.
Stutt nám eða þjálfun erlendis, styttra en 30 dagar, er dæmi um sveigjanlegt skiptinám sem eykur valkosti fyrir ólíka nemendahópa. Með því að bæta við stafrænum námsþætti breytist skiptinámið í "blandað skiptinám". Slík samsetning á námi eykur enn frekar líkur á að fleiri nemendur og ólíkir nemendahópar geti nýtt sér möguleika skiptináms og áskotnast í leiðinni þá alþjóðlegu reynslu sem stefnt er að.
Eins og í öðru skiptinámi sækja nemendur um Erasmus styrk til að standa straum af ferða-og dvalarkostnaði.
Meiri upplýsingar
Alþjóðasvið Háskóla Íslands heldur utan um allt skiptinám fyrir nemendur skólans.
Hluti af alþjóðavæðingu náms og kennslu er að Aurora skólarnir bjóði upp á stök námskeið sem eru þróuð af tveimur eða fleirum kennurum Aurora skólanna. Þessi námskeið eru almennt kölluð Aurora námskeið og eru opin öllum nemendum Aurora skólanna.
Fyrir liggja þrjár mögulegar leiðir til að bjóða fram Aurora námskeið:
- Nýtt Aurora námskeið er þróað og kennt af tveimur eða fleirum kennurum ólíkra Aurora skóla.
- Þegar kennd námskeið tveggja eða fleiri kennara frá ólíkum Aurora skólum eru sett saman í eitt nýtt Aurora námskeið.
- Þegar kennd námskeið HÍ eru opnuð út til hinna Aurora skólanna og kallast þá Aurora námskeið.
Í öllum tilfellum er mælst til að námskeiðin byggist upp á sjálfbærniáherslu og þverfræðilegri nálgun.