Samfélagsmiðuð og inngild kennsla
Nemendamiðuð kennsla með áherslu á samfélagsleg áhrif er þungamiðja Aurora samstarfsins og til að ná því markmiði hefur Aurora valið sértækar kennsluaðferðir til að vera leiðarljósið í þeirri vegferð.
Titill
Kennsla til samfélagslegra áhrifa
Eitt af áhersluatriðum í kennslu til samfélagslegra áhrifa miðast við að tengja nám og kennslu beint við samfélagsleg vandamál. Nemendur fá þannig tækifæri til að spreyta sig á alvöru vandamálum og koma með hugmyndir að lausnum í leiðinni.
Sýnt hefur verið fram á að nemendur upplifa virði námsins meira þar sem námið miðast við að gera samfélaginu gagn.
Nemendamiðuð og inngild kennsla virkjar þátttöku allra nemenda og leyfir öllum að blómstra. Samfélagslegt þjónustunám og samsköpun eru tengdar aðferðir sem byggja á samstarfi við ýmsa samfélagslega hagaðila við að hanna nám samfélaginu til hagsbóta.
Kennsluaðferðir Aurora
Nemendamiðaðar og inngildar kennsluaðferðir eru allt um lykjandi í kennsluhugsjón Aurora.
Blönduð kennslustofa (e. Mixed Classroom).
- Fjölbreytileikinn er nýttur sem styrkleiki, áhersla er lögð á hreinskilni og virðingu.
- Veitir nemendum öruggt námsumhverfi þar sem þeir geta skarað fram úr á eigin verðleikum.
- Kennari öðlast færni í að búa til námsumhverfi án aðgreiningar þar sem þeir geta notað gagnvirkar aðferðir til að virkja nemendur sína til þátttöku og auðga upplifun þeirra.
Meiri upplýsingar
Vrije háskólinn í Amsterdam hefur verið leiðandi í notkun og innleiðingu á kennsluaðferðinni Mixed Classrooms.
Samfélagslegt nám (e. Community Service Learning) er kennsluaðferð sem gengur út á að tengja nám og kennslu við alvöru samfélagsleg verkefni með aðkomu stofnana og félagasamtaka við uppbyggingu námsins. Tilgangur námsins er m.a til að efla samfélagslega vitund, ábyrgð og þverfræðilega hæfni nemenda.
Nemendur fá tækifæri til að velja samfélagslegt vandamál sem tengist beint þeirra áhugasviði sem eykur líkur á að nemandi finnist hann gera samfélaginu gagn með námi sínu (e. meaningful).
Meiri upplýsingar
Vrije háskólinn í Amsterdam hefur byggt upp og þróað kennslu með Community Service Learning
Rovira i Virgili háskólinn í Tarragona á Spáni hefur verið leiðandi í notkun á Community Service Learning
Samsköpun í kennslu (e. Co-creation) er kennsluaðferð sem er ein tegund samfélags náms sem byggir á að samþætta ný gildi og þekkingu með samvinnu kennara, nemenda, sérfræðinga og hagsmunaaðila. Markmið með samsköpun er að til verði ný afurð t.d lausn á vandamáli.
Nemendur fá tækifæri til að verða virkari þátttakendur í lærdómsferlinu t.d með því að hafa áhrif á val á viðfangsefni og kennslufræðilegum aðferðum sem stuðla að úrlausn vandamáls.
Meiri upplýsingar
Athena Institute við Vrije háskólann í Amsterdam