Miðlun Aurora námskeiða

Kennsla til samfélagslegra áhrifa er þungamiðja Aurora samstarfsins og til að ná því markmiði hefur Aurora valið sértækar kennsluaðferðir til að vera leiðarljósið í þeirri vegferð.

Titill
Kennsla til samfélagslegra áhrifa

Text

Kennsla til samfélagslegra byggist á tengingu samfélagslegra áskorana beint við nám og kennslu. Sértækar kennsluaðferðir styðja við markmiðið en kjarni þeirra er nemendamiðuð og inngild kennsla þar sem virk þátttaka nemenda er í fyrirrúmi en ekki síður þátttaka ýmissa hagaðila í mótun námsins sbr samfélagslegt þjónustunám og samsköpun náms.

Image
Image

Kennsluaðferðir Aurora

Nemendamiðaðar og inngildar kennsluaðferðir eru allt um lykjandi í kennsluhugsjón Aurora. Inntakið í kennslunni er að nýta fjölbreytileikann sem styrkleika auk gagnvirkra leiða til að auðga upplifun nemenda.

Dæmi um sértæka kennsluaðferð:

Blönduð kennslustofa (e. Mixed Classroom). 

  • Fjölbreytileikinn er nýttur sem styrkleiki, áhersla er lögð á hreinskilni og virðingu.
  • Veitir nemendum öruggt námsumhverfi þar sem þeir geta skarað fram úr á eigin verðleikum.
  • Kennari öðlast færni í að búa til námsumhverfi án aðgreiningar þar sem þeir geta notað gagnvirkar aðferðir til að virkja nemendur sína til þátttöku.

 

Samfélagslegt þjónustunám (e. Community Service Learning) er kennsluaðferð sem tengir mikilvæga samfélagslega þjónustuaðila auk nemenda við uppbyggingu námsins, Tilgangurinn er til þessl fallinn að efla samfélagslega vitund, ábyrgð og þverfræðilega hæfni nemenda. 

Nemendur fá tækifæri til að velja það viðfangsefni sem snertir þeirra áhugasvið og vegna tengingar við samfélaglega mikilvæga þjónustustofnun eykur það líkur á að nemandi finnist hann vera að gera samfélaginu gagn með sínu verkefni eða námi. 

Í ensku er talað um verkefnin verði "meaningful" í augum nemenda.

 

Dæmi um samfélagslegt þjónustunám:

Námskeið er hannað í samstarfi við Rauða krossinn sem tiltekur vandamál sem þykir vert að rannsaka og beina kastljósinu að.

Samsköpun í kennslu (e. Co-creation) er kennsluaðferð sem er ein tegund samfélags þjónustunáms sem byggir á að samþætta ný gildi og þekkingu með samvinnu kennara, nemenda, sérfræðinga og hagsmunaaðila. Markmið með samsköpun er að til verði ný afurð t.d  lausn á vandamáli.

Nemendur fá tækifæri til að verða virkari þátttakendur í lærdómsferlinu t.d með því að hafa áhrif á val á viðfangsefni og kennslufræðilegum aðferðum sem stuðla að úrlausn vandamáls.

Dæmi um samsköpun í kennslu:

Hugmynd að námskeiði kemur frá kennara og nemendum og hannað með þátttöku Reykjavíkurborgar, Samtökum iðnaðarins og Nátttúrufræðistofnun um nýsköpun um líffræðilegan fjölbreytileika í borgarskipulagi og húsbyggingum.