Kennslukaffi: Gervigreind og námsmat: Skilvirkari endurgjöf og dýpri nám.
14:15 til 15:15
Athugið! Þessi viðburður fer fram á ensku.
Please note! This event will be conducted in English.
Þessi viðburður verður á ensku
Um leið og gervigreindin verður æ stærri hluti af vinnuumhverfi okkar er ekki úr vegi að velta fyrir sér hvernig nýta má hana til að meta og gefa endurgjöf á verkefni nemenda.
Í kennslukaffinu verða kynntar hagnýtar, gagnreyndar aðferðir við notkun gervigreindar til að bæta bæði leiðsagnarmat og lokamat. Í stað þess að einblína á ný verkfæri munum við ræða hvernig kennarar geta nýtt sér gervigreindina við námsmat án þess að fórna kennslufræðilegum ávinningi og án þess að auka vinnuálag.
Sýnd verða dæmi um hvernig nýta má gervigreind í endurgjöf, kannaðar leiðir til að hanna námsverkefni sem virkilega reyna á námsgetu og taka til siðferðilegra spurninga um sjálfvirkni, gagnsæi og akademísk heilindi.
Þó ekki verði kafað ofan í ítarlegar tæknikynningar verður gefið stutt yfirlit yfir þau verkfæri sem standa starfsmönnum Háskóla Íslands til boða, svo sem Microsoft Copilot og Feedback Fruits. Hvort sem þú ert kominn vel á af stað með notkun gervigreindar eða ert að velta fyrir þér næstu skrefum á þeirri vegferð ætti að gefast hér tækifæri til að rabba og ræða.