Header Paragraph

Úthlutun úr Kennslumálasjóði

Image
Gestir á ráðstefnu kennsluakademíunnar 2022

Úthlutun úr Kennslumálasjóði árið 2023 hefur farið fram og ákvað kennslumálanefnd háskólaráðs að styrkja 18 verkefni um 27,5 mkr., sem skiptist þannig að til 10 verkefna í A-leið verður veitt um 9,5 mkr. og átta verkefni í B-leið verða styrkt um 18 mkr. 

Yfirlit yfir úthlutanir úr Kennslumálasjóði.

Enn fremur gafst kennurum kostur á að sækja um kennsluafslátt til kennsluþróunar eða ferðastyrk og voru umsóknir átta kennara samþykktar vegna háskólaársins 2023-2024.

Yfirlit yfir úthlutanir á kennsluafslætti og ferðastyrkjum.