Header Paragraph

Vinnustofa með Thomas Tobin alþjóðlegum sérfræðingi fimmtudaginn 5.desember 2024

Image

Fimmtudaginn 5. desember 2024 var prófessor Thomas Tobin með vinnustofu með titilinn "Að ná til allra og að kenna öllum með algildri námshönnun (Universal Design for Learning)". Við hjá Kennslumiðstöð vorum svo heppin að hann Thomas var á landinu á þessum tíma og gat og vildi endilega koma og halda stutt erindi fyrir starfsfólk Háskóla Íslands. 

Thomas Tobin er einn af stofnendum Kennslumiðstöðvarinnar við Wisconsin-Madison háskólann og er jafnframt alþjóðlega þekktur fræðimaður, höfundur og fyrirlesari um tæknistutt nám, þá sérstaklega höfundarrétt, mat á kennslu, akademísk heilindi, aðgengi og algilda námshönnun (UDL Universal Design for Learning). 

Erindi Thomas var í senn mjög áhugavert, hugvekjandi, innblástur og vakti upp líflegar umræður.