Header Paragraph
Málstofa með prófessor Martin Bean alþjóðlegum sérfræðingi mánudaginn 25.nóvember 2024
Mánudaginn 25.nóvember 2024 var prófessor Martin Bean með málstofu með titilinn "Umbylting menntunar: Að grípa tækifærin í umbreyttum heimi". Við hjá Kennslumiðstöð vorum svo heppin að hann Martin Bean var á landinu á þessum tíma og gat og vildi endilega koma og halda stutt erindi fyrir starfsfólk Háskóla Íslands.
Martin Bean er framsýnn forystumaður um mótun framtíðar menntastofnana og atvinnugreina og hefur verið í fararbroddi í umfjöllun um „truflandi“ menntun (e. disruptive education) og þær áskoranir og þau tækifæri sem felast í slíkri menntun fyrir háskólastarf.
Erindi Martins var í senn mjög áhugavert, hugvekjandi, innblástur og vakti upp líflegar umræður.
Image
Image
Image
Image
Image
Image
+0