Kynning á rannsókn um kennsluhætti og þörf á stoðþjónustu

Image
Þátttakendur í kennslukaffi
HVENÆR
2. nóvember 2023
15:00 til 16:00
HVAR
Setberg
Suðurberg, 3. hæð
NÁNAR

Kynningin er fyrir starfsfólk í Setbergi ásamt kennsluþróunarstjórum og verður í Suðurbergi

 

Ásta Bryndís Scram lektor og kennsluþróunarstjóri kynnir ásamt Abby Snook rannsókn um kennsluhætti og þörf á stoðþjónustu.

Gögnum var safnað frá kennurum HÍ á vormisseri 2023 og verður farið yfir hluta niðurstaðna. Eftirfarandi þættir verða kynntir:

  • Hvort kennarar fengu leiðbeiningu í kennslu áður en þeir byrjuðu að kenna
  • Hvort kennarar upplifi stuðning frá kollegum eða deild varðandi kennslu (tengsl)
  • Hvort kennarar hafi áhuga á að vinna að kennsluþróun
  • Hvort kennarar taki þátt í námskeiðum um kennslu og kennsluþróun og ef svo hversu gagnleg sú kennsla var
  • Núverandi kennsluhættir
  • Þörf fyrir kennslu í ákveðnum kennsluaðferðum
  • Í hvers konar formi sú kennsla ætti að vera

 

Niðurstöður verða skoðaðar fyrir heildina og fyrir hvert svið. Einnig verða niðurstöður stundakennara/aðjúnkta og fastra starfsmanna bornar saman.

Ef tími gefst til verður fjallað um niðurstöður um trú kennara (gildi) á aðferðir sem vekja áhugahvöt nemenda (motivational strategies) og notkun þeirra á þeim.