Header Paragraph

Kennslukaffi -Aurora samstarfsnetið

Image
Þátttakendur í kennslukaffi

Fyrsta kennslukaffi haustsins var haldið þann 4. október. i Sandra Berg Cepero, verkefnisstjóri Aurora kynnti þar samstarfsnetið, hvað Aurora stendur fyrir, hver hagur kennara er af samstarfinu og helstu atriði kennsluþróunar Aurora.Sandra fór yfir Menntasýn Aurora, sem snýst í stuttu máli um að útskrifa nemendur með þá hæfni og færni sem til þarf til að takast á við samfélagslegar áskoranir heimsins. Rauði þráðurinn eru heimsmarkmið SÞ, þverfagleg nálgun, starfshæfni nemenda og alþjóðavæðing náms og kennslu. Til að ná markmiðum sínum hefur Aurora skilgreint kennsluaðferðir og verkfæri fyrir kennara sem vilja tileinka sér nýsköpun í kennslu í anda Aurora.

Menntasýn Aurora og stefna HÍ-26 falla þétt hvor að annarri en í HÍ-26 eru áhersluatriðin einmitt alþjóðatengsl, þverfaglegt starf, nýsköpun og starfshæfni nemenda. 

Virkilega áhugaverð og góð kynning og skemmtilegar umræður sem sköpuðust.

Upptaka frá kennslukaffi Aurora