Kennslukaffi -alþjóðlegt netnám (COIL)
Kennslukaffi Kennslumiðstöðvar
Helga Bragadóttir, hjúkrunarfræðingur, PhD, FAAN, er prófessor og deildarforseti Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideildar mun kynna fyrir okkur alþjóðlegt netnám (COIL), sem getur nýst þeim sem vilja gefa nemendum sínum tækifæri til alþjóðlegs samstarfs og öðlast þannig alþjóðlega reynslu á heimaslóðum.
COIL (e. Collaborative Online International Learning) er kennsluaðferð sem Aurora háskólarnir hafa komið sér saman um að nota til að auka aðgengi nemenda að alþjóðlegu námi. Eitt af áhersluatriðum Aurora er að efla almenna hæfni nemenda en alþjóðleg reynsla eykur færni þeirra t.d í menningarlæsi.
Athugið að viðburðurinn er aðeins á stað og verður ekki streymt né hann tekinn upp en að sjálfsögðu verða kaffiveitingar sem áður.
like 1