Header Paragraph

Kennslukaffi - að skrifa og kenna með raundæmum

Image

Þröstur Olav Sigurjónsson, prófessor í Viðskiptafræðideild, kynnti aðferð við að skrifa og kenna með raundæmum (e. cases). Áherslan er á hlutverk kennarans og nemendamiðaða kennsluhætti með notkun raundæma. Jafnframt er farið yfir hvernig skrifa má raundæmi.

Sífellt fleiri háskólar nota raundæmi í kennslu. Margir þeirra hafa lagt áherslu á að kennarar skrifi raundæmin sem þeir kenna. Raundæmi, sem lýsa raunverulegum eða tilbúnum aðstæðum, setja nemendur í hlutverk þess sem greina þarf aðstæður og taka ákvarðanir út frá þeim. Nemendum er þannig komið nálægt þeim raunveruleika sem mætir þeim að námi loknu. Hvort sem um ræðir nám í hagfræði, lögfræði, læknisfræði eða mörgum öðrum fögum, taka nemendur beinan þátt í úrlausn viðfangsefnis raundæmis (getur verið áskorun, tækifæri, óvæntur atburður), í hópi og/eða sem einstaklingar. Það reynir á þátttöku nemenda, sköpunargleði, greiningarhæfni, leikni í framsetningu efnis og teymisanda.

Virkilega áhugavert og skemmtilegt erindi hjá Þresti!

Upptaka frá kennslukaffi 

ATH. Ef lykilorðið í hlekknum virkar ekki þá er rétt lykilorð: E?x*g@92