Header Paragraph

Kennsluhættir fyrir fjölbreytta nemendahópa

Image
Kennari með fyrirlestur

Vikuna 12. – 16. september verður Donna Hurford, kennslusérfræðingur frá háskólanum í Óðinsvéum í heimsókn í Setberg – hús kennslunnar og mun bjóða upp á fjórar vinnustofur.

Donna Hurford sinnir kennsluþróun við háskólann í Óðinsvéum (Syddansk Universitet) og leiðir þar m.a. alþjóðlega námsleið fyrir háskólakennara á sviði kennsluþróunar. Hún hefur kennt fjölda námskeiða á fjölbreyttum sviðum kennslufræða en hefur sérlega beitt sér að kennsluháttum sem snúa að því að ná til fjölbreytilegs nemendahóps í kennslu og námsmati. Þar hefur hún sérstaklega litið til vinnu með fordóma, alþjóðavæðingu námskrár og námsefnis og tengingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna við viðfangsefni námskeiða. Um þessi viðfangsefni hefur Donna Hurford m.a. gefið út bækur (https://www.criticalpublishing.com/bias-aware-teaching) og heldur úti vefsíðu (https://www.timeshighereducation.com/campus/address-bias-teaching-learning-and-assessment-five-steps)

Allar vinnustofurnar fara fram í Setbergi og eru ætlaðar öllum þeim sem sinna kennslu og kennsluþróun sem og öðrum sem hafa áhuga.

  • Þriðjudagur 13.9.2022 kl. 11.30 - 13.00
    • Að tengja heimsmarkmið SÞ viðfangsefnum námskeiða
    • Skráning og nánari upplýsingar um vinnustofuna
  • Miðvikudagur 14.9.2022 kl. 14.30 - 16.00
    • Að alþjóðavæða námskeið og skapa tækifæri til samstarfs
    • Skráning og nánari upplýsingar um vinnustofuna
  • Fimmtudagur 15.9.2022 kl. 15.00 - 16.00
    • „Þetta er svo gay“- Að taka á útilokandi hegðun og ofstæki: skiptu út aðgerðaleysi fyrir inngildandi og árangursríkar aðferðir
    • Skráning og nánari upplýsingar um vinnustofuna
  • Föstudagur 16.9.2022 kl. 12.00 - 13.30
    • Að vinna með fordóma í kennslu
    • Skráning og nánari upplýsingar um vinnustofuna