Grunnþjálfun í Canvas
HVENÆR
12. desember 2023
10:00 til 12:00
10:00 til 12:00
HVAR
Á netinu
NÁNAR
Fræðslan fer fram á Teams.
Grunnþjálfun í Canvas
Þetta námskeið er fyrst og fremst sniðið að kennurum sem eru að hefja notkun Canvas. Þau sem vilja rifja upp eru einnig velkomin.
Námskeiðið fer fram á Teams.
Farið verður í:
- Skipulag námskeiðsvefs og helstu virkni sem nauðsynlegt er fyrir kennara að þekkja.
- Stillingar námskeiðs.
- Að deila námsefni, skrám eða upptökum með nemendum.
- Setja upp verkefni (skilahólf).
- Senda tilkynningar.
- Uppsetningu á vægi verkefna o.fl.
Á námskeiðinu skiptist á fræðsla og sýnikennsla ásamt stuttum vinnulotum þar sem þátttakendur setja upp atriði á eigin æfingasvæði í Canvas.
Þau sem ekki komast á þetta námskeið geta kynnt sér efni þess á netinu og skoðað leiðbeiningar fyrir Canvas.
Sjá einnig Hjálp og ráðgjöf vegna Canvas.
Skráðir þátttakendur fá sendan hlekk á fjarfundinn skömmu áður en viðburður hefst.
Skráning er nauðsynleg fyrir þennan viðburð. Skráning hér.
Vinsamlegast athugið að lágmarksfjöldi þátttakenda er 5 manns.