Af hverju skiptir gagnsæi máli? 

Gagnsæi skapar traust, styrkir þátttöku og styður við akademískan heiðarleika. Þegar nemendur skilja reglur, væntingar og röksemdir kennara verða þeir virkari þátttakendur í eigin námi. Skýr samskipti um notkun gervigreindarverkfæra draga úr óvissu og skapa sameiginlegan skilning á ábyrgð og mörkum.

Áður en námskeið hefst

  • Settu fram skýran ramma um notkun gervigreindarverkfæra í kennsluáætlun.
  • Gerðu notkun valkvæða nema annað sé tekið fram.
  • Minntu á persónuvernd, GDPR og ramma HÍ um ábyrga notkun gervigreindar.
  • Útskýrðu hvernig nemendur eiga að skrá eða tilkynna notkun sína, ef þess er krafist.

Yfirlýsingar um notkun gervigreindar Þegar nemendur nota gervigreindarverkfæri þurfa þeir að geta lýst því hvernig og hvers vegna þeir gerðu það. Slíkar yfirlýsingar:

  • efla gagnsæi og traust
  • auðvelda kennurum að meta vinnuferli
  • gera nemendur meðvitaðri um eigin ákvarðanir
  • styrkja heiðarleika í námi
  • Yfirlýsingar eru ekki refsikerfi heldur leið til að gera vinnuferlið sýnilegt og faglegt.

Hvenær þarf yfirlýsingu?

  • Þegar verkefnið byggir á sjálfstæðri greiningu, hugmyndavinnu, skrifum eða rannsóknavinnu.
  • Nemendur mega alltaf setja fram yfirlýsingu að eigin frumkvæði, jafnvel þegar þess er ekki krafist.
  • Sum verkefni banna notkun gervigreindar (t.d. próf eða viðtöl). Þá á yfirlýsing að staðfesta að engin notkun hafi átt sér stað.

Fyrirmyndir

Stutt dæmi Yfirlýsing:

Þetta verkefni var unnið með aðstoð gervigreindarverkfæra. Ég yfirfór og breytti öllu efni sjálf(ur).

Yfirlýsing:

Engin gervigreindarverkfæri voru notuð við gerð þessa verkefnis.

Nánara dæmi Yfirlýsing:

Ég notaði [verkfæri] til [tilgangs]. Kvaðningarnar sem ég setti inn voru: [listi]. Úttakið nýtti ég til að [útskýring]. Ég ber fulla ábyrgð á lokaútgáfunni.

Sniðmát:

Notuð verkfæri: ________
Kvaðningar: ________
Tilgangur: ________
Hvernig ég breytti og nýtti úttakið: ________

Lokaverkefni eða lokaritgerð

1. Án eigindlegrar gagnasöfnunar Gervigreindarverkfæri voru notuð á ábyrgan og gagnsæjan hátt, t.d. til ritstýringar, skýrleikayfirferðar og hugtakasamræmingar. Verkfærin voru ekki notuð til að mynda rök, túlka heimildir eða semja fræðilegar niðurstöður. Engin persónugögn voru sett inn í nein verkfæri og fylgt var GDPR og lögum nr. 90/2018.

2. Með eigindlegum gögnum Gervigreindarverkfæri voru notuð til stuðnings við skipulagningu rannsóknarinnar (t.d. frumkóðun). Allar túlkanir og mat á gögnum voru framkvæmd handvirkt. Engin persónugreinanleg gögn voru sett inn í nein verkfæri og fylgt var viðeigandi lögum og siðareglum.

Markmiðið er ekki að „grípa nemendur“, heldur að skilja vinnuferlið og styðja við uppbyggilegt nám.

  • Stutt yfirlýsing fyrir minni verkefni (t.d. hugmyndavinna, umræðupóstar).
  • Meiri skráning fyrir stærri verkefni (t.d. ritgerðir, rannsóknir, lokaverkefni).
  • Gagnrýnin ígrundun ef nemendur þurfa að meta gæði, hlutdrægni eða villur í úttaki.
  • Sérstök varúð ef verkefnið snertir viðkvæm gögn eða persónuvernd.

  • Samhengi: Passar yfirlýsingin við tegund verkefnis?
  • Skýrleiki: Er ljóst hvaða kvaðningar voru notaðar og í hvaða tilgangi?
  • Sjálfstæði: Er greinilegt hvað nemandinn gerði sjálf(ur)?
  • Gæði: Getur nemandinn bent á styrkleika og veikleika úttaksins?
  • Heiðarleiki: Er yfirlýsingin trúverðug og í samræmi við verkið?
  • Persónuvernd: Eru einhver gögn sem mátti ekki setja inn?

  • Þegar verkefni snýst eingöngu um málfar eða stafsetningu.
  • Þegar gervigreind er ekki leyfð og verkefnisform tryggir að hún skiptir ekki máli.
  • Þegar notkun er svo lítilvæg að hún hefur engin áhrif á innihald (t.d. ein kvaðning til að athuga stafsetningu).
  • Kennari getur þó hvatt til stuttrar yfirlýsingar til að efla gagnsæi.

  • Hvetjið nemendur til að nota gervigreindarverkfæri snemma í verkefnavinnu.
  • Sýnið hvernig má meta villur, fleipur og hlutdrægni.
  • Ræðið hvernig tæknin getur bæði stutt og truflað vinnu.

Umræðuæfingar 

  • „Hvar liggja mörkin milli eigin hugsunar og áhrifa frá gervigreind?“
  • „Hvernig tryggjum við heiðarleika þegar tæknin hjálpar til?“
  • Þessar æfingar má nota í upphafi náms eða sem hluta af námsmati. 
Share